Koti ei ole koti ilman saunaa

Laugardagskvöld. Er það ekki. Ég sit hérna í sófanum heima með fartölvuna og hlusta á Blonde Redhead, þvottur á víð og dreif (hreinn sko) og óuppvaskaðir djúpir diskar eftir morgunhafragrauta síðustu viku í vaskinum.

Held mig vanti svona ráðskonu utan úr heimi eins og sumir fansí pansí vinir mínir.

Síðasta vika fór næstum öll í að vinna og matarboð. Hvenær á ég eiginlega að vaska upp.

Núna kannski, því í fyrramálið klukkan 08:00 flýg ég út í heim. Uppúr kvöldmat annað kvöld verð ég vonandi staddur á hóteli í miðbæ Helsinki. En ekki fyrr en ég hef fengið mér kjúklingaborgarahádegismat á kaffihúsi á Amager í bestasta félagsskap.

Eins gott að ég muni eftir að pakka speedo sundskýlunni minni…nei annars, skelli mér nakinn í sauna.

Kippis!

2 thoughts on “Koti ei ole koti ilman saunaa

 1. Tryggvi

  Bíddu við, getur ekki vaskað upp vegna matarboða. Samt eru bara óhreinir djúpir diskar eftir morgunhafragraut. Frekar sérkó matarboð hjá þér frændi sæll.

  Reply
 2. robbik

  Ah, eg for alltaf i matarbod eitthvert annad en helt tau ekki sjalfur 😉

  Var kannski ekki nogu skyr strakur tarna!

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *