Say whut

Finnar eru frekar fyndið fólk. Í fyrstu hélt ég að þeir væru nú allir frekar ófríðir upp til hópa, komst svo að því að fallega fólkið er kannski ekki endilega að halda til í SAP Training Center!

Skoðaði miðbæinn áðan í fylgd Juha Kaarabeeera, alveg þangað til hann var orðinn lafmóður en maðurinn er með einhvern þann stærsta rass sem ég hef séð á karlmanni.

Ekki að ég sé sérstaklega að leggja fyrir mig rassalag finnskra karlmanna, en ef þú labbar fyrir aftan hann sérðu bara tvær rasskinnar hreyfast. Fínn gaur og ljótt að mér að vera gera grín af honum hérna. Já, ég skammast mín.

Annar gaur er lifandi eftirlíking einsetubóndans í sænsku teiknimyndinni með ofvirka kettinum og furðudýrunum.

Leiðbeinandinn hefur mikinn áhuga á Íslandi en hann kann ekki að nota belti. Hann girðir sig nefninlega upp að höku og þarf í sífellu að vera toga niður skyrtuna sína þegar hann situr.

Læt heyra í mér betur seinna…

Kveðja frá Espoo

2 thoughts on “Say whut

  1. Stebbi Gunn

    Sammála þér frændi. Það eru fleiri skrítingjar í Helsinki en í Reykjavík. Gatnakerfið þarna minnir líka óþægilega á Kópavog. Ég skora á þig að panta þér karaokí taxi. Það er sennilega það skrítnasta af öllu við Finnland. Þú getur sungið Britney hástöfum á leiðinni heim á hótel á meðan bílstjórinn íhugar að snúa sér alfarið að drykkju.

    Reply
  2. robbik

    Hehe, vissi ekki af þessu. Spurning um að panta svona taxa á leið út á flugvöll á morgun!

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *