Duscha

Hadda klukkaði mig einhverntíman um daginn, með kommentinu að ég yrði nú snöggur að svara. Það ætlar greinilega ekki að reynast satt því ég er ekki að fara svara þessu klukki. Ástæðan er að ég get ekki með nokkru móti talið upp fjóra hluti, ekkert mál með þrjá eða fimm eða hvaða prímtölu sem er.

Svo, ég var í sturtu um daginn. Nú heldur þú sjálfsagt að ég muni segja næst að það sé ekki að ástæðulausu sem ég nefni þá staðreynd. Að sjálfsögðu er það ekki að ástæðulausu. Í hvert skipti sem ég ákveð að gerast nakinn er góð ástæða til og yfirleitt eitthvað til að segja frá eftirá – jafnvel á meðan.

Hvernig er líka hægt að fara í sturtu að ástæðulausu. Það er bara ekki hægt. Ekki nema þér finnist ástæðulaust að fara í sturtu vegna þess að þú verður hvort sem er skítug(ur) aftur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *