Heimsklassi

Ég gerði svolítið um helgina sem ekki margir áttu von á frá mér.

Fyrir utan að hafa verið kominn út úr húsi fyrir hádegi á laugardag. Ég skellti mér nefninlega ræktina og straujaði kortið mitt fyrir þriggja mánaða aðgang að svitamyndandi heilsutækjum.

Ja hérna.

Ég gat samt ekki varist þeirri hugsun þegar ég steig á eitt af þeim fimmþúsund hlaupabrettum sem eru til staðar, að inni í þessum sal er verið að rækta fólk. Þetta er svona eins og úr framtíðarmynd þar sem allir eru eins, allir að hlaupa í takt og allir að horfa á sömu sjónvarpsskjáina. Allir að fara eitthvað. Allir að reyna vera ögn fallegri.

Allir að reyna vera eins og ég. Whhooooppa!

4 thoughts on “Heimsklassi

 1. SigRey

  Ertu að kidda mig, auðvitað erum við að reyna það! Það eru sko engir sjónvarpsskjáir í ræktinni hérna á AK… bara flennistórar og glansandi myndir af þér í röðum.

  Reply
 2. Hadda

  Ekki fannst mér þú nú til neins ´líklegur þegar ég hitti þig um helgina….. hemmm

  Reply
 3. robbik

  Miðað við allt sem var búið að ganga á hjá mér á sólarhringnum áður en þú hittir mig í Norðurmýrinni leit ég bara fantavel út held ég :p

  Leit kannski út fyrir að ég væri ekki alveg viss um hvar ég væri!

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *