Hungur punktur Komm

Skrapp í leikhús í gærkveldi á forsýningu á verkinu Hungur, www.hungur.com. Ætla nú ekki að setja mig í stól leikhúsgagnrýnanda hérna, enda er það fag mér mjög fjarri.

Fannst þetta samt ágætissýning og skondið að fara á svona forsýningu þar sem leikstjóri og höfundur rabba við áhorfendur eftirá um hvað gekk upp og hvað ekki. Komst að því að ég var einn af fáum sem fattaði plottið í verkinu og ætla þau að reyna bæta úr því, þ.e. að fleira fólk fatti það, ekki færra.

Það getur stundum verið erfitt að vera svona þenkjandi maður eins og ég og hugsa um allt frá uppruna marmelaðsins til samskipta kynjanna.

Stundum held ég að það geti bara verið djöfull næs að vera heimskur.

Vert er að benda á að þarsíðasta færslan um ástarsamband plömmersins og bassakeilunnar var ekki hugarrenning mín heldur gerðist þetta í vinnunni um daginn. Ég setti þetta bara upp svona.

Veit það getur verið erfitt að skilja mig. Hjálpar þessi færsla ekki 😛

One thought on “Hungur punktur Komm

  1. hadda

    Það er ekki nóg með það að þú sért svon rooooosalega klár heldur líka svona bullandi menningarlegur..

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *