Kvensamstæðursteypur

Merkilegt nokk en eftir því sem líður lengra á milli færslna hjá mér, því erfiðara er að hnoða eitthvað bitastætt saman. Ef ég man ekki eftir að blogga um hlutina stuttu eftir að ég hugsa þá bitnar það stórlega á bloggskrifgæðunum.

Líkt og þessi færsla hér.

Man það til dæmis nú að ég bloggaði aldrei um þennan hóp af miðaldra kvenmönnum sem virðast alltaf vera fljúga eitthvað á milli landa saman. Svo eru þær að stappa sér inn í flugvélina, eða flugtækið ef marka má þýðinguna á Pepsi Max auglýsingunni þar sem apinn keyrir farþegann á flugtækjastöðina. Spurning hvort api hafi séð um að texta auglýsinguna.

Allavegana.

Þarna eru þær að skvampa sér inn í flugvélina, hver og ein með nægilegt tyggjómagn til að plástra saman meðalstóru fuglabúri, og allar kjammandi hver ofan í aðra. “Hvar sidduru esskan?”, “Gvöð hvað þetta var geggjaður restaurangt”, “Ætli það fylgi batterí með þessu böttplöggi?”.

Hvaðan koma þær, hvað voru þær að gera. Hvert fara þær næst? Hver stjórnar þessu?

One thought on “Kvensamstæðursteypur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *