Mitt Kaffihús

Ég er búinn að finna mitt kaffihús.

Reykjavík Bagel Company, eða Reykjavík Pizza Company, veit ekki hvort nafnið er opinbert. Það er staðsett á Laugavegi 81 og býður Lavazza kaffi og eldbakaðar pizzur. Fékk mér pizzu í kvöld (ég veit Gunni!) og þær jafnast algjörlega á við Eldsmiðjuna og eru á mun betra verði.

Þegar ég var spurður að því hvað ég vildi að drekka bað ég um Kók (Light Gunni) en kvenkyns þjónnin kváði við og spurði hvort ég ætlaði ekki að fá mér stóran Carlsberg á krana. What the fuck! Er konan að gera grín að mér. Hvernig átti ég að svara þessu. “Æi jú láttu mig hafa könnu af bjór með kvikindinu”.

Tjékkið á þessu kaffihúsi. Það blastar.


Eftir pizzuna fór ég á handboltaleik, Þór – Stjarnan. Ekki spyrja mig af hverju. Spennandi leikur framan af en það sem vakti einna helst athygli mína var vildi-vera-plötusnúðirinn sem sprengdi hvern hittarann á fætur öðrum í hvert skipti sem leikar stöðvuðust – þó ekki væri nema í 2 sek.

Þarna var hægt að hlýða á Michael Jackson, Baywatch þemað og þemað úr Heilsubælinu . . . svona til að nefna einhver highlights. Einnig hefur þessi einstaklingur verið að sörfa á netinu og náð í stuttar klippur úr hinum ýmsustu bíómyndum, t.d. kom allt í einu Chris Tucker úr Rush Hour með frasann “Can you understand the words that are coming out of my mouth” þegar einn Þórsarinn lá í gólfinu með hendurnar yfir kjaftinum á sér eftir vænt olnbogaskot.

Frekar súrt.

3 thoughts on “Mitt Kaffihús

 1. f.willy

  Núna liggur beinast við að spyrja:

  Af hverju fórstu á handboltaleikinn Þór-Stjarnan?

  Ég lýsi annars yfir ánægju með þennan kvenkyns þjón, hún hefur greinilega lesið á milli línanna þegar þú baðst um kóke-ið og kafað djúpt í þínar innstu þrár.

  Reply
 2. f.willy

  Bæ ðe vei gaman að hafa uppgötvað þessa formatteringarmöguleika í kommentakerfinu þínu.

  Reply
 3. Signý

  Frábær bloggari Robbi, þú laugst engu til um það!!! hahahaha… nei, nei annars bara láta vita að ég hafi komið við! Ble

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *