What’s cooler than a water cooler

Ég er með snert af kvefi. Það er svona keimur af horslími í loftinu. Þá meina ég ekki loftinu eins og andstæðu við gólf, heldur loftinu sem ég anda að mér. Smartass.

Þar sem ég er staddur þessa dagana í vinnunni er “water cooler”, vatnskælir hljómar asnalega og vatnssvalari enn asnalegra, köllum þetta blávatnsgímald. Þetta er standur með vatnsbelg ofan á og gefur frá sér blúbb hljóð þegar fólk fær sér vatn.

Vandamálið liggur þegar blávatnið klárast. Guð minn almáttugur, vatnið er búið – hvað á ég að gera.

Allt í einu eru allir orðnir of góðir til að drekka vatn úr krana.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *