A whut

Las það hér í færslunni á undan að ég fór til Amsterdam um helgina. Man ekki eftir því. Eins gott að ég blogga svona samviskusamlega um hvað ég eyði tímanum mínum í.

Tíminn er jú aðeins sóun á raunveruleikanum.

Nei annars, man alveg eftir helginni. Hún var rawk út í gegn. Hótelið var með Rauða hverfið í bakgarðinum og verslunargöturnar að framan. Ég fór sjaldan sem aldrei úr sloppnum og við mættum í sjálfan fordrykkinn uppástrílaðir í floffí hvíta sloppa.

Nú hvílir þessi sloppur á gólfinu fyrir framan fataskápinn minn. Veit ekki af hverju.

Spurning af hverju ég er svona gríðarlega hress á svipinn. Engin furða að fólk þori ekki að tala við mig.

Má annars ekkert vera að þessu . . .

One thought on “A whut

  1. Gunnar

    Já við erum allir eitthvað skrýtnir á svipinn….en samt slær maggi okkur við! Veit ekki hverskonar space köku hann var búinn að fá sér…

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *