Nýkominn með bílpróf

Ég er ekki alveg viss, en síðast þegar ég gáði var ég rúmlega 10 árum eldri en 17 ára.

Grunnskólastærðfræðin segir mér þá að ég sé búinn að vera eigandi af ökuskírteini í 10 ár.

Sú staðreynd minnir mig svo aftur á hversu óþroskaður ég er. En það er ekki umræðuefni dagsins.

Á sunnudaginn reyndu ég og Hr. G að reynsluaka nýjum bíl. Eftir að vera búnir að fylla út allar helstu persónuupplýsingar fengum við lyklana í hendur, sem litu hreint ekki út fyrir að vera bíllyklar.

Í sirkabát sex mínútur reyndum við að opna bílinn. Hversu erftitt getur það verið að opna bíl hugsar þú með þér. Fjári erfitt þegar þú færð lyklana að vitlausum bíl. Það er víst.

Verandi með lyklana að réttum bíl tókst okkur að opna hann á innan við sekúndu.

Ég settist inn. Setti “lyklana” í eitthvað “hólf” og ýtti á start engine. Mælaborðið vaknaði til lífsins. Ég ýtti aftur á start engine. Ekkert. Nada.

Ýtti aftur á hnappinn, ýtti á bensíngjöfina, tók lyklana úr, ýtti á hnappinn, setti lyklana í, tók í handbremsuna, horfði á Gjéið, ýtti á hnappinn, steig á bremsuna, panikaði, stakk lyklunum upp í mig og ýtti á alla takkana sem ég gat samtímis.

Þarna sitjum við 2 hámenntaðir ráðgjafar og getum ekki startað bílnum frekar en Framsóknarmaður getur haldist í embætti.

Ég fór með lyklana aftur í afgreiðsluna og þakkaði pent fyrir mig, ég gæti nú bara ekki einu sinni startað þessum bíl.

2 thoughts on “Nýkominn með bílpróf

 1. JFK

  er þetta ekki ítarlegt? hnuss
  en alger schnilld, sérstaklega með framsókn…
  Ætlaru að koma norður um næstu helgi?

  Reply
 2. robbik

  Af gefnu tilefni gef ég ekki upp staðsetningar mínar á blogginu – nema eftirá eller samtímis.

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *