Stuttbuxur svo stuttar að þær eru ekki til

Í gærkveldi lenti ég í þeirri hræðilegu lífsreynslu að það var stolið af mér stuttbuxum. Meðan ég var að núa mér upp við handklæðið mitt. Þetta voru Nike stuttbuxur gerðar úr svona vatnselskandi efni og því tilvaldar til sunds eða búa til súkkulaðibúðing fyrir heilan grunnskólabekk.

Hér er mín spurning. Hvaða vitstola þjóðfélagsendi stelur sundbuxum? Hversu pervertískur er hægt að vera?

Ætli hann sé heima hjá sér núna að steikja hamborgara í stuttbuxunum mínum, fullum af mínum pungsvita og mínum rassasafa.

Hálfviti.

5 thoughts on “Stuttbuxur svo stuttar að þær eru ekki til

 1. SigRey

  Átta mig á því svona eftirá að ég er ekki beint að commenta á kjarna sögunnar en…. mér er þetta bara hugleikið núna.

  Reply
 2. robbik

  Sniðugt samt að það tók þig þrjá og hálfan tíma að átta þig á því!

  En til að svara þér þá eru handklæðin mín svona í meðallagi “rough”, enda nota ég ekki mýkingarefni sem er bara fyrir konur. Og dverga.

  Pirrandi handklæði sem dreifa bara úr bleytunni.

  Reply
 3. Stebbi Gunn

  Þú gleymir alveg þeim möguleika í stöðunni að þarna gæti verið á ferðinni einn af þínum fjölmörgu aðdáendum. Það er víst þekkt fyrirbæri utan úr heimi að aðdáendur viði að sér eigum átrúnaðargoða sinna og ekki loku fyrir það skotið að sá siður sé nú að festa rætur mitt á meðal okkar. Farðu varlega frændi.

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *