Bilað en samt í lagi

Labba niður í þvottahús til að komast að því að þvottavélin hefur misst allt samband við rafmagn. Uh, næsta þvottavél á fullum snúningi. Vélin tengd í rafmagn og það hefur ekki slegið út.

Hvernig er best að bregðast við svona aðstæðum?

Klóra sér í hausnum, labba aftur upp í íbúð og kveikja á sjónvarpinu, þetta hlýtur að lagast af sjálfu sér. Svona vandamál eiga það til að hverfa með tímanum.
Neisko, allar (3) sjónvarpsstöðvarnar dottnar út.

Humm.

Best að draga andann. Setjast í miðjann sófann. Halla sér rólega til hægri þangað til hausinn hvílir á armpúðanum.

Bíða í smá stund.

Hysja labbirnar hægt og örugglega upp í sófann. Draga andann.

Þetta lagast allt af sjálfum sér.

Lygna aftur augunum og hugsa um [89% af því sem ég hugsaði um er ekki birtingarhæft] geðvonda fulla kvenkyns kokka.

Bíða aðeins lengur. Þetta snýst allt um þolinmæði, gott að sofna aðeins.

Það sem virtist vera nokkrum klukkustundum síðar stend ég upp, kveiki á sjónvarpinu þar sem fréttir Ríkissjónvarpsins eru byrjaðar, fer því næst niður í þvottahús og næ í þvottinn sem nú er nýþveginn.

Svona er ég duglegur að kippa hlutunum í lag.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *