Ertu þarna?

Óh hæ.

Ert þú enn hér.

Sjálfsagt að velta því fyrir þér hvar ég hef verið, með hverjum ég hef verið, hvað ég hafi verið að gera með hverjum, hvað ég hafi ekki verið að gera með engum og hvort ungir drengir frá Sri-Lanka komi einhversstaðar við sögu.

Í stuttu máli: Reykjavík-Kaupmannahöfn-Reykjavík-Akureyri-Reykjavík.

Dauðþreyttur eftir páskafríið sem kemur kannski best fram í því að ég var eins og útrúllaður tussusnúður í dag.

Fór samt út að borða áðan.

Fékk mér kjúklingasamloku með satay sósu og frönskum. Mjög gott nema að það var skinka í samlokunni. Kjúklingur og skinka fara jafnvel saman og bóndi og skyr.is drykkur með mangó og ástaraldin (had to be there joke).

Manneskjan sem borðaði með mér ætlaði að fá sér Lasagna en fékk þau svör frá ungu ljóshærðu stúlkunni að það væri búið.

Hvernig væri þá að búa til meira?

Hún sagðist ekki þora spyrja að því vegna þess að báðir kokkarnir væru á túr.

Gott og heiðarlegt svar, gefið að þeir hafi báðir verið kvenkyns. Einnig ástæðan fyrir því að ég spurði ekki hvaða áhugakokkur setur skinku í kjúklingasamloku.

4 thoughts on “Ertu þarna?

 1. robbik

  Sólon.

  Hefur þér einhverntíman dottið í hug að skrifa nafnið þitt “bylly”?

  Reply
 2. Stebbi Gunn

  Kokkarnir gátu líka verið á drykkjurússi, sem er oft kallað að túra og það gæti líka útskýrt skinkuna í kjúklingasamlokunni.

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *