Jéta

Tók snögga hægri beygju og keyrði yfir hringtorg beint inn á bílaplan Nóatúns. Rölti rólega inn (nýbúinn að massa 18 km á hlaupabrettinu) og keypti mér 214 g af lambalundum, lambalundir toskana. Keypti einnig saxað salat í poka, því ég sé engan tilgang að standa í því sjálfur, og tómata. Venjulega því þessir litlu matsjó tómatar voru ekki til.

Söggsteikt, salat með fetaosti, piparsósa og dash af crema di balsamico sem er vanmetið efni og jafndýrt og gull. Skyrdesert með karamellu frá Ostahúsinu í eftirrétt.

Ó my god hvað þetta var gott.

Verst að ég þurfti að éta þetta einn.

Núna sit ég með einn kaldan að horfa á laugardagskvikmyndina á RÚV. Það hefur ekki nokkur maður neitt að gera með aðrar sjónvarpsstöðvar en Ríkissjónvarpið. Var líka að reyna panta blóm á netinu en fokking síðan vill ekki taka við kreditkortaupplýsingunum mínum.

Aprílgabb. Og þó. Hvað heldur þú.

Á svo von á skemmtilegum gestum á eftir, þ.e. ég veit það koma gestir á eftir og á passlega von á því að þeir séu hressandi að vanda.

One thought on “Jéta

  1. f.willy

    “skemmtilegir” er náttúrulega of vægt til orða tekið.

    hälsningar frå Sverige.

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *