Blekk

Það er fáránlega skemmtilega mikið að gera hjá mér þessa dagana.

Ég labba í vinnuna á morgnana og rölti heim um kvöldið.

Þegar ég ætlaði að skjótast á bílnum mínum um daginn sá ég hvar ljósbrún könguló var búinn að spinna vef milli annars framdekksins og hjólaskálarinnar. Einhversstaðar verða þær að vera!

Í hádeginu í dag skrapp ég svo upp á höfða til að kaupa mér línuskauta. Keypti mér svarta Salomon skauta.

Þegar ég kom svo út á bílaplan áttaði ég mig á því að þeir pössuðu engan vegin við sansgráa Passatinn minn. Og fyrst ég var kominn svona langt út fyrir miðborgarsvæðið gat ég alveg eins skroppið í B&L.

Þar sem ég keypti þennan bíl:

Passat

Passat 1.8T árgerð 2003 – og svartur.

Og nei ég keyrði ekki upp í móa sérstaklega til að taka þessa mynd heldur lagði ég bílnum þarna meðan ég rúllaði mínum hvíta kúlurassi eftir strandlengju Grafarvogs.

Smekklegt með meiru.

5 thoughts on “Blekk

 1. f.willy

  Ég komst að því á mínum stutta ferli sem línuskautari að eina leiðin til að stöðva sig þegar ég var kominn á einhverja ferð var að láta sig detta (eða skauta á vegg/handrið ef slíkt var við hendina). Spurning af hverju ferill minn var svona stuttur.

  Ertu þá ekki í hjólabuxum og níðþröngum spandexbol þegar þú ert að skauta?

  Reply
 2. Gunnar

  Sæll Willy,
  Jú ég get staðfest að nýji passateigandinn var einmitt í hjólabuxum og spandexbol. Þegar við mættum pari í eins outfitti og passateigandinn hefði mátt halda að alþjóða spandex dagurinn væri upprunninn. Eins og þau hefðu fundið hvort annað.

  Reply
 3. f.willy

  af einhverjum ástæðum les ég þetta sem passa-teigandi (þó ég hafi ekki hugmynd um hvað það ætti svosem að vera).

  En þó það sé mikið að gera í vinnunni er það engin afsökun fyrir því að koma ekki með íðilferskt afþreyingarefni handa soltnum múgnum daglega inn á robbik.net.

  Reply
 4. robbik

  Ég fatta ekki alveg af hverju allir vita að ég er í spandex-óverall þegar ég skauta. Hafi þið séð mig?

  Og passatinn hefur virkilega gert mig að betri manni.

  En það er rétt f.willy., mikil upptekni ef engin afsökun á að koma ekki með brakandi færslur handa ykkur. Skal ganga í það að blogga núna.

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *