Næstum en vecka

Það var ekki fyrr en ég leit á timestampinn á síðustu færslu (og aths. f.willy) að ég áttaði mig á því að það er næstum vika liðin síðan ég bloggaði síðast. Kom mér eiginlega svipað á óvart og óheppilega staðsettur ljósastaur “kom aftan að” grunlausum sjálfstæðisframbjóðandanum sem í barnslega sakleysi sínu lenti í ölvunarakstri.

Lenti í ölvunarakstri fullyrðir Ha – arde.

Hef heyrt um fólk sem hefur lent í að halda framhjá.

Flest það sem ég hef lent í undanfarið þolir hinsvegar ekki dagsljósið frekar en flest sem gerist í mínu lífi.

Ég lenti í að ýta (með handafli einu saman) kvenkyns þjóðfélagsenda á ónýtum bíl. Ætluðum að ýta henni inn á næsta bílastæði en froðuhausinn stoppaði bara á næsta rauða ljósi og var voða hissa. Held hún hafi verið á beinni leið til glötunar og ætlast til að við myndum ýta henni þangað.

Ég lenti í einu fyndnasta djammi á þessu árþúsundi á laugardagskvöldið. Vona aðeins að fólkið sem lenti í okkur hafi ekki hlotið varanlega skaða af.

Ég lenti í því að verða vitni að aftanákeyrslu sem endaði með slagsmálum og handtöku.

Ég lenti í eldri konu, töluvert undir áhrifum, uppúr hádegi einn daginn sem fullyrti að lítil gul grafa væri stærsti karlmaður sem hún hefði séð. Og að hún hefði sofið hjá honum.

Ég lenti í giftri stelpu fædda 1980 sem á tvö börn og býr í Grafarvogi. Drífa sig! Tek fram að ekkert kynferðistlegt átti sér stað í þeim ílendingi.

Ég lenti í spjalli við 79 ára gamlan mann á reiðhjóli sem sagði mér allt um hvað konur vildu það fast og snöggt. Og það væri kominn tími til að ungt fólk færi að stjórna landinu. Hann þekkti nú marga af þessum hálfvitum sem sitja nú við stjórn. Skemmtilegur karl.

Þetta er svona það allrahelsta sem ég hef lent í síðustu viku – og minnist ég þó ekkert á mitt prívatlíf sem er töluvert skrautlegra en þetta þessa dagana.

Eru þið svo ekki bara hress?

4 thoughts on “Næstum en vecka

 1. f.willy

  Þetta líkar mér!!

  Með sjálfstæðisframbjóðandann þá las ég á Vísi að “slíkt hefði aldrei hent hann áður”. Þá er spurning hvort hafi ekki “hent” hann áður, það að aka fullur eða vera gómaður fyrir að aka fullur.

  Ferðu ekki að koma norður? Síðasti sjéns fyrir villt geim í kjallaraholunni þar sem ég flyt út í lok mánaðarins…

  Reply
 2. Allý

  Ja, allavega kem ég norður í villt geim í kjallaraholunni þinni Vilhjálmur. Búðu þig undir það!!

  Reply
 3. robbik

  Ég kemst því miður ekki norður í þessum mánuði – trúi ekki að ég missi af hressandi lokaspilakvöldi í kjallaranum.

  Kem hinsvegar um hvítasunnuhelgina. Gríp línuskautana með og við rúllum okkur niður gilið!

  Reply
 4. f.willy

  Aðalheiður þú ert hjartanlega velkomin. Getur hjálpað mér að pakka og þrífa baðherbergið.

  Ég verð fyrir sunnan allavega fyrri part hvítasunnuhelgarinnar, að sækja Markus hinn sænska f.d. bekkjarbróður minn sem er að koma í heimsókn. En þegar við komum norður þá getum við öll skellt okkur saman á skauta og snakkað saman á gay-sænsku. Javisst!

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *