Stífl fífl

Til að svara forvitnum sálum þá var ég á leiðinni í óvissuferð þegar ég skrifaði síðustu færslu. Mitt lið vann að sjálfsögðu.

Niðurfallið í baðkarinu hjá mér er nokkurnvegin stíflað. Tregða í frárennslinu. Baðkarið mitt þjónar einnig tilgangi sturtubotns og hvimleitt að vera með vatn upp fyrir miðjar tær þegar ég tek kynæsandi steypibað með tilheyrandi aríum.

Var að hella niður 500ml af bloc-aid, sem inniheldur “35% active ingredients”, í niðurfallið. Hafandi mig allan við að fá mér ekki gúlsopa af þessu undraefni er ég gríðarspenntur yfir að sjá hvort þetta hafi einhver áhrif.

Eru þið ekki spennt? Þetta massaefni er merkt fyrir “institutional and industrial use only.”

Á hvernig institútum ætli þetta efni sé brúkað svo einhverju mæli?

3 thoughts on “Stífl fífl

 1. Tryggvi

  Vörusvik. Þú ert með 65% af efni sem er ekki active!

  Varðandi svona nafngiftir þá stendur Lotus Professional á klósettpappírhöldurunum í minni vinnu. Eins gott að vera ekki með Amateur eða Novice.

  Reply
 2. Stebbi Gunn

  Mér þykir heldur fátæklegt að 65% stífluleysivökvans sé óvirkur. Þarf ekki að þykkja þetta með sósujafnara svo að hin 35% renni ekki bara burt með óvirka sullinu ?
  Ef hins vegar bloc-aid vikar ekki getur þú alltaf sett freyðibaðskúlur í baðbotnin og látið froðuna leika um öklana á þér, ekkí ósvipað og baywach.
  gella í flæðarmálinu. Ég er viss um að það er sexý.
  Ætli sé ekki hægt að nota svona efni á institútum fyrir rihöfunda með ritstíflu. (biðst afsökunar á gæðum síðasta hluta athugasemdar, s.g.)

  Reply
 3. robbik

  Þarft ekkert að biðjast afsökunar á gæðunum, þau standast alltaf væntingar kommentin frá þér…
  Velti því líka mikið fyrir mér hvort væri ekki betra að vera með meira af activum efnum – og þá minni brúsa.

  Er samt ansi hræddur um að ef ég myndi bæta við froðu í grunnan vatnspollinn myndi enda með því að ég rynni allsvaðalega til og myndi grípa í sturtuhengið og draga það með mér í fallinu niður á gólf…þá lægi ég böttneiked umvafinn sturtuhengi og algjörlega ósjálfbjarga á 1 fermetra beðherbergisgólfinu mínu.

  Og meðan ég man, þessi 65% af óvirku efnum losuðu um stífluna léttilega!

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *