Tíkin hún Póli

Ég finn það í maganum að dagurinn í dag er einn af þessum dögum þar sem ég á eftir að bresta út í söngleik öllum að óvörum.

Þið vitið. Eruð í vinnunni öskrandi “WHEN THE MOON IS IN THE SEVENTH HOUSE” hræðandi líftóruna úr öllum í kringum ykkur. Við gerum einfaldlega ekki nóg af því að bresta út í söng annað slagið sem lýsir núverandi ástandi okkar í textaformi.

Vælandi “THE AGE OF AQUARIUS” meðan ég hamra þetta á lyklaborðið langar mig að segja nokkur orð um sveitastjórnarkosningarnar.

Þær eru bókstaflega að hreinsa allan skítinn úr mér með leiðindum. Allir flokkar hafa beisiklí sömu stefnumál. Ófrumleikinn drýpur af hverjum einasta frambjóðanda og allir lofa svo langt upp í ermina á sér að það er farið að vella út um buxnaskálmarnar. Trikkið við þetta er að frambjóðendur sitja alltaf við borð í sjónvarpinu og því sjáum við sem sitjum heima fyrir ekki þann velling af loforðum sem aldrei verða framkvæmd liggja eins og hula yfir gólfinu.

Þetta er svo mikið samansull að flokkarnir eiga það til að rífast við hvorn annan yfir málefnum sem þeir eru sammála um – nefni öldrunarmál á Akureyri máli mínu til stuðnings. Talandi um Akureyri þá myndi ég kjósa Framfylkingarflokkinn ef ég hefði lögsögu þar.

Þegar öllu er á botninn hvolft og svona blússandi ánægja í þjóðfélaginu held ég að flestir endi á því að kjósa fólk sem það þykir hvað mælsktast og koma best fyrir.

Sumsé fallega fólkið.

Sjálfur kem ég til með að nota útilokunaraðferðina eins og svo oft áður. B og D hef ég og mun aldrei kjósa, S er ekki ofarlega á lista sem skilur eftir 2 möguleika.

Góðar stundir apafés.

4 thoughts on “Tíkin hún Póli

 1. Robbi

  Óprúttnir aðilar sem hafa ekkert annað með lífið að gera en að spamma hafa orðið til þess að ég verð að setja “verification” á athugasemdirnar.

  Því miður.

  Get samt sagt ykkur það að ég hef safnað IP tölunum þeirra og mun eyða restinni af ævi minni í að elta þá uppi og eyða þessum fretfésum. Líkamlega.

  Mun síðar breyta þessu þannig að hægt sé að skrá sig og skráðir notendur þurfi ekki að nota þetta verification.

  Reply
 2. Tryggvi

  Það er nú ekki það eina sem þú hefur verið að breyta, hættu nú að forrita og skrifaðu eitthvað við höfum öll gaman af að lesa.

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *