Roskilde

Ég er syrpubloggari, kem alltaf til með að vera syrpubloggari. Svona er það nú bara.

Hef lítinn tíma en margt að segja. Stelpan sem býr í kjallaranum í húsinu mínu, mínu segi ég, bankaði uppá hjá mér á sunnudagskvöldið. Vildi kynlíf. Eða hún var læst úti sem ég set samansem merki á milli.

Ég var að elda kjúklingabringur í red curry en hjálpaði henni að sjálfsögðu, enda herramaður. Leyfði henni að hringja á lásasmið sem akkúrat á þeirri stundu var staddur í Hafnafirði.

Nú fara hlutirnir að gerast. Ég hristi Jamie Oliver pönnuna mína í takt við hljóða tónlist meðan hún vefur perluhálsfestinni sinni um vísifingur hægri handar. Veit ekki hvort það var hitinn frá eldavélinni eða hið alltumlykjandi kemistrí en mig langaði að mestu að rífa mig úr að neðan.

Er að hugsa um að sleppa því að slaufa saman erótískri frásögn við lyklaleysissögu svona snemma morguns.

Í stuttu máli. Hún læsti sig úti og fékk að hringja hjá mér. Lásasmiðurinn kom eftir hálftíma.

Hún þakkaði pent fyrir sig og lagði af stað niður stigann til að hitta lásasmiðinn og óafvitandi að hann var algjörlega kexbilaður. Hann kom og opnaði hurðina án nokkurra vandræða, þegar nágranni minn spurði hvort það væri ekki í lagi að hún borgaði á morgun þar sem hún væri einungis með kort kom fát á lásasmiðinn sem byrjaði að stígspora og tala hratt og vandræðalega.

Þarna standa þau tvö í nokkrar sek fyrir utan galopna útidyrahurðina þegar lásasmiðurinn hrekkur allt í einu uppúr þessum transi og skellir aftur hurðinni og stekkur út hrópandi orðin “Fyrst þú getur ekki borgað kona þá opna ég ekkert fyrir þér!”.

Nú er hún alveg jafn læst úti og áður og restin er history eins og sagt er.

Annars er ég búinn að vera í Stokkhólmi í þessari viku. Og á eftir.

Á eftir.

Þá tekur þetta við.

V.I.P. á Roskilde 2006. Á flug eftir rúma þrjá tíma!

Góða helgi hænufret.

Lag stundarinnar er Tits on the Radio með Scissor Sisters

5 thoughts on “Roskilde

 1. Sreynir

  Ég er að huxa um að skella mér á Landsmót Hestamanna um helgina! Held að Papar séu að spila. Ég öfunda þig ekki endaþarm í þvottaíláti, þar sem þessi mynd hérna fyrir ofan gæti alveg eins verið tekin þar!

  Reply
 2. Tryggvi

  Langar þig oft að fara úr að neðan þegar þú stendur við hitann frá eldavélinni? Eða bara þegar stelpur úr kjallaranum banka upp á? Þessi saga er efni í skemmtilega freudíska pælingu. Kjallari sálarlífisins, libidoið sjálft, lokað og hvatirnar komast ekki inn aftur. Ég á bara eftir að láta lásasmiðinn fitta í kenninguna og læt þig svo vita hvert þitt sálræna vandamál er.

  Reply
 3. stelpan í kjallaranum.....

  hitti finn og hann sagði mér frá þessari skemmtilegu sögu á netinu….úr að neðan nú jæja!!??….ég hélt að pizza og bjór myndi nægja?.
  góða skemmtun úti.

  Reply
 4. Stebbi

  OK Freudiskar pælingar og hitastreymi með óræð upptök, ásamt ungri konu í sárri neyð. Hálfgeggjaður lásasmiður og erótískar kjúklingabringur. Er ég sá eini sem sé stuttmynd ? (pant leika lásasmiðinn)

  Reply
 5. robbik

  Haha.

  Sreynir, hvernig var á landsmóti hestamanna, fékkstu að ríða?

  Þessi úr að neðan brandari á sér langar rætur að rekja innan vinahópsins, það er svo margt einstaklega ósexý við að vera ber að neðan (samt í sokkum) við hversdagslegar aðstæður. Stelpan í kjallaranum, sem nú er orðin titill á stuttmynd, hefur held ég húmor fyrir þessu!

  Þú kannski sendir mér SMS Tryggvi þegar þú hefur komist að því hvert mitt sálræna vandamál er 😉

  Og Stebbi, ég “sé” lag fyrir mér þar sem kontrabassi og selló spila stór hlutverk 😛

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *