Skrifblokk

Það má segja að ég hafi fengið nettan snert af ritstíflu. Það kemur fyrir besta fólk.

Samt er alveg hellingur búinn að ske sem vert er að nefna; vesalings Halldór búinn að gefast upp á þessu, burst Trinidad á Svíum og sitthvað annað sem ég hef ekki hundsvit á en hefði auðveldlega geta soðið saman blogg – ef ekki væri fyrir áðurnefnda ritstíflu.

Veit ekki hvort ég hafi fundið andann aftur, eða hvort ég hafi nokkurn tíman verið með hann.

En ég hef ekki setið aðgerðarlaus síðustu daga og í stað þess að fara rifja upp fréttir og atburði margar dagstundir aftur í tímann get ég sýnt ykkur nokkrar ansi hressandi ljósmyndir.

Water or snow mobile

Cool Means of Transportation

Unstoppable

Þessar myndir eru teknar rétt fyrir miðnætti í Eyjafirði fyrir um viku síðan. Læt þær duga í bili í stað það að blaðra innihaldslaust um loftlagsmengun og næstkomandi borgarstjórn hér í okkar ágæta lýðveldi!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *