Velkomin í skugga sjálfsins

Ég held mig langi til að byrja þessu færslu á að fjalla aðeins um Búdda. Nei. Ég veit ég vil byrja þessu færslu á að fjalla um Búdda.

Sko. Búddistar líta svo á að allt í heiminum sé hverfult. Ekki bara líkami mannsins heldur hann allur eigi takmarkaða tilvist í tíma og raunar sé einstaklingurinn, sjálfið, tilbúningur. Tilvist manns er líkt við logandi bál: Eldurinn er ekki eins neinar tvær stundir – þú hefur ekki fyrr litið á loga en hann er farinn – en við getum þó nefnt bálið sama nafni meðan það brennur.

Þetta er, uh, allt sem mig langar til að copy-paste-a af annarri vefsíðu um Búdda.


Ég er með auman háls.

Hálsbólgu.

Sennilega besti dagur sumarsins hingað til og hálsinn á mér er eins og ég hafi notað þjöl til að kitla raddböndin í aulalegri tilraun til að syngja eins og Barry White.


Ef þú vilt kalla sjálfa(n) þig lesenda robbik.net, sem er vissulega ákveðin þjóðfélagsstaðall, þá ert þú skyldug(ur) til að horfa á Grænu Álmuna á RÚV (bezt í heimi) í kvöld klukkan 21.05.

Ef þér finnst þessi þáttur ekki það fyndnasta, tala nú ekki um ef þú ert læknir ellegar læknanemi, þá mæli ég með því að þú setjir minnsirkus.is sem upphafssíðu og skoðir aldrei neitt annað.


Dagurinn í dag er annars einn af þessum dögum þar sem mig langar til að bitchslappa alla sem ég hitti. Fyrir utan virkilega fallega fólkið sem ég vil bara tæla með Barry White röddinni minni til að sofa hjá mér – og síðan bitchslappa.

Hamingjusamlegt eftirmiðdegi gott fólk.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *