Þrýstnir Þjóðverjar sem eiga enga vini

Klukkan er 10:20, ég er með minn daglega cappuccino bolla og lítinn gleðigjafa í strigapoka. Erfitt að komast í gang í dag.

Eitt af daglegum athöfnum hér á Östermalm er að éta á veitingastöðum. Þetta er erfiðara en það hljómar því við höfum prófað alla vetingastaði í nágrenninu.

Í gærkveldi var það því Pizza Hut. Sem er út í hött. Ha ha.

Við báðum um sæti úti því það er mun þægilegra þegar hitastigið er kringum 23°C. Pungsviti og heitur matur fara ekki allt of vel saman. Í útiplássi pizzastaðarins voru nokkur 4ja manna pláss. Í einu plássinu sátu tvær miðaldra sænskar konur með frekar óáhorfanlegt andlitsfall.

Ekki leið á löngu þangað til öll plássin úti voru upptekin af annaðhvort tveim, þrem ellegar fjórum manneskjum.

Inn koma, eða í raun voru þau að koma út, þýsk hjón sem greininlega voru svo ákveðin í að sitja utandyra að þau hlömmuðu sínum feita ofbrúna rassi alveg við hliðin á sænsku kjellingunum. Kvenkynshelmingur parsins var algjörlega snarbiluð og ótalandi á öðru tungumáli en þýsku . . . hún sagðist bara vilja pizzu sem hún táknaði klunnalega með að teikna hring í loftið með höndunum.

Ef ég sæti á veitingastað ásamt annarri manneskju í fjögurra manna plássi og þýskir ferðamenn myndu setjast við hliðin á okkur myndi ég vinsamlegast biðja þau um að drulla sér í burtu hið snarasta.

Spænska parið sem sat á næsta borði og reifst heiftarlega yfir matseðlinum var nú búið að færa sig og því laust pláss við hliðin á okkur. Við vorum búnir að gera grín að öllu fólkinu sem sat þarna að snæðingi en þegar tvær ungar snótir settust hlið-við-hlið á næsta plássi við okkur þögðum við en hugsuðum það sama.

Undarlegt.

Höfum greinilega fundið á okkur að ekki væri sniðugt að gera gys að því að sitja hlið-við-hlið því ekki leið á löngu þangað til þær fóru að tala við okkur á íslensku.

Hvaða fólk sest við hliðin á hvort öðru á veitingastöðum og engin á móti? Er tilhugsunin við að borða og horfa á smettið á vini/maka sínum svona ógeðfelld að því finnst betra að horfa á tóman stólinn!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *