Tillbaks från Roskilde

Lifði Hróarskeldu af. Er kominn “heim” til Stokkhólms.

Þrátt fyrir viðvaranir um hlandmólikúl í lofti og neikvæð áhrif þeirra á öndunarfæri og heilsu gesta hátíðarinnar, þá var þetta rokk. Rokk í botn.

Persónulega hafði ég meiri áhyggjur af rykinu sem myndaðist þar sem ekki rigndi dropa alla hátíðina. Veðurfarslega séð var þessi hátíð algjörlega nákvæmlega andstæða við Hróarskeldu 2004.

Nenni ekki að kryfja hátíðina til mergjar þar sem hægt er að lesa um för okkar “þotuliðsins” á visir.is .

Í síðustu viku var ég einnig hér í Stokkhólmi og geymdi því venjulegu fötin mín hér meðan ég skellti bleika bakpokanum mínum á bakið á mér, því þetta er bakpoki, en innihald hans var að mestu leyti léttur fatnaður ásamt regnfatnaði.

Á leiðinni tilbaka til Stokkhólms var ég í Bianco skóm, Puma kvartbuxum, Jack&Jones stuttermabol, Roskilde derhúfu, Oakley Crosshair sólgleraugu og noname íþróttapeysu. Í bakpokanum mínum var allt annað, þar á meðal lyklarnir að íbúðinni þar sem restin af stöffinu mínu var.

Það þarf náttúrulega vart að taka fram að bakpokinn minn kom ekki í sömu flugvél og ég til Svíþjóðar.

Þarna stend ég í skítugum fötum, sjálfur skítugur, svangur, þreyttur, pirraður og lyktandi eins og hlandskál á hommabar. Helvítishelvíti.

Er ég labbaði niður Kungsgötuna voru hreinu skórnir (notaða einungis alíslenska gúmmískó og flipflap á Roskilde) sennilega það eina sem skildi mig frá ógæfufólki borgarinnar. Um stund var ég að spá í að setjast niður í anddyri einnar verslunarinnar og snúa derhúfunni á hvolf á götuna fyrir framan mig, eins og til að búa til skál fyrir fólk að losa sig við óþarfa klinkið sitt í.

Þurfti þess nú ekki þar sem ég var með gulldebet- og gullkreditkort í vasanum . . . og átti bókað hótel. Stúlkan sem tjékkaði mig inn á hótelið sá auman í mér og gaf mér tannbursta og tannkrem.

Við tók besta sturta í tvö ár og hreint rúm.

Lag dagsins er Easy Muffin með Amon Tobin.

One thought on “Tillbaks från Roskilde

  1. Stebbi

    Það er svona sæmilegt rokk að vera á Hróarskeldu en það er mikið rokk að vera umkomulaus í Stokkhólmi. Öfunda þig. Og já… tökum kontrabassann til kostanna við tækifæri.

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *