Vadå lunchmeny

Kallið mig fáfróðan, hégómalegan eða einhverjum öðrum svívirðingum á svipuðum nótum . . . en ég skil ekki alveg hugmyndina á bakvið hádegismatseðla, eða lunchmeny eins og heimamenn kalla það.

Það er allt í góðu með að hafa hádegistilboð, þar sem finna má rétti af matseðlinum plús gosdrykk á aðeins ódýrara prís en öðrum tímum dags.

En af hverju. Af hverju eru sérmatseðlar í hádeginu? Er ekki allt hráefni til á veitingastaðnum í hádeginu. Eða eru einhverjir sér hádegiskokkar sem kunna bara að elda einföldu réttina af menu-inum. Svona cockar sem komust ekki alveg alla leið í gegnum kokkaskólann.

Því það bregst ekki að ef þú dirfist svo mikið sem gægjast á “ekkihádegismatseðilinn” þá langar þig í eitthvað gómsætt af honum. Og sama hvað þú pantar þér að borða í hádeginu þá mun það aldrei standast væntingar þess sem þú hefðir geta fengið.

Liggur við að það sé þá jafnvel betra að loka bara í hádeginu eins og sumir veitingastaðir gera. Yfir hásumarið. Ferðamannatímabilið. Ekki vilja þeir nú græða allt of mikla peninga.

Heja Sverige. Ég dýrka þessa bjána.

Í kvöld er svo partý í íbúðinni. Nema þú vinnir hjá sama fyrirtæki og ég og ert ekki hérna í sthlm, þá erum við að fara horfa á Bröderna Lejonhjärta á TV2 í kvöld.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *