27 sveittar mínútur

Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni sem kann að fara á internetið hversu illa fréttir á mbl.is eru stundum skrifaðar.

Nú er ég enginn sjéní í íslenskri tungu, en þetta þurfti ég að lesa tvisvar:

Eftir eitthvert þóf var síðasti mótmælandinn látinn síga niður úr byggingakrananum sem hún hafði klifrað upp í nú upp úr hádegi. Hafði stúlkan færst undan lögreglumönnunum efst uppi í krananum en kom síðan tilbaka og til móts við þá við efsta liðinn í krananaum þar sem þeir settu hana í sigbelti og létu hana síðan síga niður til jarðar.

Þau klifruðu uppí kranann í morgun en ekki upp úr hádegi, og að koma SÍÐAN tilbaka OG til móts við einhvern í krananaum er undarlegt athæfi. En ekki hvað! Klifraði hún á undan lögreglumönnunum upp í kranann en sneri síðan við og fór EKKI til móts við þá. Ákveðið að taka hina leiðina niður kranann.

Kannski er það ég sem kann ekki að lesa.

Einnig hefur verið í umræðunni nýtt vaktakerfi flugumferðarstjóra. Mér þykir alveg merkilegt og mjög miður að stofnun eins og Flugmálastjórn skuli virkilega setja á vaktakerfi sem ALLIR flugumferðarstjórar eru ósáttir við. Þetta sýnir það og sannar að Flugmálastjórn er ríkisstofnun og að stjórnendur geti beitt fasískum aðgerðum til að knýja fram einhvern sparnað sem aldrei mun skila sér í öðru en bleksvörtum tölustöfum á pappír og örfáum flugslysum.

Ég styð flugumferðarstjóra heilshugar í baráttu sinni fyrir bættu vinnuumhverfi.


Fór í ræktina í gær í fyrsta skiptið í nokkrar vikur.

Tók tuttuguogsjö mínútur á hlaupabrettinu. Ekki að ég gæti ekki tekið tuttuguogsjö mínútur í viðbót hoppandi á vinstri fæti, en horfandi á allt fólkið spóka sér í Laugardalslauginni var mér ofviða.

Eftir að hafa pottaperrast drykklanga stund og sturtað mig herfilega hitti ég hinn eina sanna G. Ólafsson.

Sem þú vilt ekkert endilega gera nakinn.

‘Jæja, er búið að taka á því?’ spyr hann kaldhæðnislega og ég bíð eftir að hann dragi uppblásna kynlífsdúkku uppúr íþróttatöskunni og byrji að sýna mér nýjustu stellingarnar.

‘Nah’ sagði ég, ‘fór bara á hlaupabrettið sem afsökun til að komast í heita pottinn’.

‘Hehe, hvar er typpið þitt?’ spyr hann.

‘Þú þarft að píra augun til að sjá það’ staðfesti ég.

Geir Ó. er vanmetinn snillingur. Ég vil þennan mann ísbláann í Eurovision á næsta ári.

One thought on “27 sveittar mínútur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *