28 ára og einstakur

Ég tilkynni með stolti að ég átti afmæli í gær og hef nú náð enn öðrum áfanga í lífinu að verða árinu eldri samkvæmt almanaki.

Þakka allar kveðjurnar.

Og gjafirnar. Sérstaklega gjöfina frá Lögreglunni sem fannst tilvalið að sekta mig, takk kærlega strákar, hlakka til að vita hvað þið gefið mér á næsta ári. Kannski einn sólarhring í fangaklefa.

Í gærkveldi fórum við nokkrir strákar út að borða á veitingastaðnum Silfrið. Eins uppkúltúreraðir og siðprúðir eins og við erum var þessi út-að-borða athöfn hin allra mesta snilld.

Skelltum okkur á eitthvað sem kallast Silfur Flavour og samanstendur af 7 smáréttum af matseðlinum. Ég reyndar var stundum ekki klár á því hvað ég var að setja ofan í mig þó svo að þjónarnir gerðu sitt besta í að útskýra hvað var á diskunum fyrir framan okkur

Ég man allavegana eftir kanadískum snjókrabba, andalifur, hráum túnfiski, laxi og nautakjöti.

Mæli með þessum stað ef þið finnið hann.

Góða helgi beeyotches…

2 thoughts on “28 ára og einstakur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *