29 mínútur í hádegismat

Hejsan,

Allt sem tengist Internetinu flokkast sjálfkrafa í hipp og kúl flokkinn. Ef þú hefur eitthvað í höndunum sem er ekki á nokkurn hátt hægt að tengja við weraldarwewinn má það missa sín.

Það þykir ekki góður siður að taka með sér lesefni á klósettið, sérstaklega ekki á vinnustaðnum. Þó getur dýrmætur tími unnist með því að lesa hin ýmsu skjöl meðan skottið er tæmt. Sjálfur hætti ég að taka með mér lesefni á klósettið þegar ég hætti að lesa Andrés Önd. Sumir ganga víst svo langt að taka heilu alfræðiorðabækurnar með sér á klósettið og enda með því að skíta eigin ristli.

Þegar ég fór í hádegismat áðan, sem ég geri oftast á hverjum degi, fékk ég mér burritos. Ljúffengt og sterkt burrito. Á töltinu tilbaka í vinnuna ákvað ég að fá mér einn cappuccino og skoða allt fallega fólkið á Stureplan. Ég var sennilega ekki mikið meira en hálfnaður með kaffilbollan þegar innyfli mín fóru að gera óþarflega mikið vart við sig.

Eina ráðið var að skella restinni af bollanum í sig og klemma rasskinnarnar vel saman eins og mjög svo gagnkynhneigður maður í fangelsi. Samankrepptur rass hefur vissulega neikvæð áhrif á göngulagið og neyddist ég til að hoppa jafnfætis síðustu metrana.

Til að gera langa sögu stutta – og ég þarf að halda áfram að vinna – þá skrapp ég á salernið þegar ég kom aftur á skrifstofuna hér í Stokkhólm.

Inná klósettinu er sápa sem ég fór að lesa. Sápan heitir OnLine Sensetive Soap. Gefið dæmi um hlut sem flokkast sjálfkrafa í hipp og kúl flokkinn…

2 thoughts on “29 mínútur í hádegismat

  1. Sreynir

    Get ég þá loksins talið sjálfan mig hipp og kúl þar sem ég er beintengdur inn á síðuna þína núna og meiraðsegja að interacta við hana as we speak?

    Reply
  2. f.willy

    Sé fyrir mér að þín fyrsta sólóplata muni heita “Bajsnödig på Stureplan”, sem Aftonbladet muni kalla “Sveriges största sensation sedan ‘Boten Anna'”.

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *