Uh, ertu að segja upp…uh, ertu að segja upp… – já nú skil ég

Hæ.

Ég er þunglyndur og þreyttur eftir verslunarmannafokkinghelgina. Nenni ekkert að skrifa hérna.

Skemmti mér vel og mikið um helgina. Það hefur þó verið aðeins í umræðunni að ég sé helst til aggressívur á köflum.

Ég.

Sjáið bara.

Ljúfur sem fokking lamb á leið til slátrunar.

Hafi þið tekið eftir því hvernig sumt fólk kann ekki að tyggja tyggigúmmi. Það hreinlega kann það ekki. Veit ekki hvað á að gera. Í fyrsta lagi þarf ekki svona mikið af munnvatni; í öðru lagi á að hafa munninn lokaðan; í þriðja lagi áttu ekki að líta út eins og asni (as in asni the animal) jórtrandi professional extrað.

Hversu erfitt er að finna sætið sitt í flugvél. Fullorðinn maður labbandi um, horfandi á miðann og bendandi á sætanúmerin fyrir neðan yfirhöfuðhólfin. En neibb. Hann þarf að spyrja flugfreyjuna hvar í veröldinni sæti 13A er þegar hann finnur sjálfan sig einhversstaðar í námunda við tuttugustu sætaröð.

Það eru svona 17 ár síðan ég talaði við bankann minn um hin ýmsu mál eins og tryggingar og lífeyri. Síðan þá er bankinn búinn að hringja tvisvar spyrjandi. “Uh, við fengum hérna uppsögn frá þér á…uh, nei. Bíddu við! Já einmitt. Þú ert semsagt að skipta yfir í . . . já einmitt. Ég skil núna. Afsakið að hafa truflað þig.”

Reyndar eftir apastrik helgarinnar veitir mér ekkert af því að tryggja sjálfan mig í topp. Vonandi ganga þessi mál í gegn áður en ég ákveð að fá mér næst í glas.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *