Þetta er „titill“

Hæ. Hvað segið þið?

Páfinn olli usla um daginn með því að gefa það í skyn að heittrúaðir múslimar væru ofbeldishneigðir. Heittrúaðir múslimar brugðust við með því að láta öllum illum látum.

Auðvitað á páfi ekkert að vera með svona athugasemdir. Ekki eins og saga Kirkjunnar sé umvafin silki.

Núna er fyrirsögn á mbl.is: Benedikt páfi kveðst bera „mikla virðingu“ fyrir íslam.

Er endilega gáfulegt að fella orðin „mikla“ og „virðingu“ innan gæsalappa. Ég sé páfann fyrir mér reisa báðar hendur upp í loft teiknandi gæsalappir og segjast bera mikla virðingu fyrir íslam meðan hann horfir upp og til hægri.

Óheppilegt.

Ef það er eitthvað sem á eftir að gera út af við mannkynið þá eru það trúarbrögð og hártoganir þeirra á milli.

2 thoughts on “Þetta er „titill“

  1. Drengur

    Ætli páfi hafi gert gæsalappirnar með puttunum út í loftið… vegna þess að það hefði verið kúl!

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *