Alheims Saab bíllyklarnir mínir

Fartölvan mín er í viðgerð. Í fyrrakvöld ákvað skjárinn minn að hætta öllu samstarfi og snappa á því.

Fyrir mánuði síðan framdi móðurborðið í henni sjálfsmorð.

En ég hef tröllatrú á henni enda hefur hún staðið sig eins og rafræni jálkurinn sem hún er undanfarið ár. Hinsvegar get ég ekkert gert í ljósmyndunum mínum á meðan.

Var hálf dottandi yfir Jay Leno í gærkveldi þegar Scarlett Johansson og hennar fagri barmur – sem er alltaf nokkrum hænuskrefum á undan henni – ákváðu að mæta í viðtal.

Ó heilagur skítur hvað hún er flott.

Ein af hennar hrífandi frásögum var frá því þegar hún kom eitt sinn heim af djamminum, eftir nokkra kokteila, og ramblaði inn í vitlausa íbúð. Opnaði með sínum lyklum annara manna íbúð í sama stigagangi.

Þetta minnir mig á það þegar ég var nýbúinn að kaupa Saabinn minn góða í Svíþjóð. 1985 árgerð með trépanel og viðeigandi ljótu áklæði.

Síðar um kvöldið var farið að dimma og mér datt í hug að reynsluaka “splunku”-nýja bílnum.

Fór út á bílastæði.

Opnaði læstan Saab og settist inn.

Leit í kringum mig og fannst ég vera á framandi stað þrátt fyrir lítil kynni mín af bílnum hingað til.

Viti menn, var ég þá ekki í nákvæmlega . . . nákvæmlega . . . sömu aðstæðum og hún Scarlett. Hafði ég nú í fórum mínum Saab bíllykla sem ganga að um það bil hverri einustu Saab bifreið sem var framleidd á 3 ára tímabili.

Verst að þeir hafa lykla að bílnum mínum líka og það hefur væntanlega verið þegjandi samkomulag meðal Saab eigenda að vera ekkert mikið að keyra bíla hvors annars.

Allt var þetta nú gott og blessað þangað til einhverjir þjóðfélagsendar og mannkynsúrgangar stálu bílnum mínum og eyðilögðu hann. Vona ég enn þann dag í dag að þeir rotni í helvíti.

2 thoughts on “Alheims Saab bíllyklarnir mínir

  1. robbik

    Jújú. Saab eigendur eru svo trúverðugt fólk að það skiptir engu máli þótt lyklarnir ganga að öllum rennireiðum sömu gerðar 😉

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *