Ég krefst þess að ríkisstjórnin reddi mér fari út á vídjóleigu

Vitiði . . . ég er almennt hlynntur landsbyggðarstefnu og mikilvægi þess að allir landsmenn hrúgist ekki saman á sama stað.

Eitt bæjarfélag fremur öðrum hefur samt alltaf farið svolítið fyrir brjóstið á mér í samgöngumálum, Vestmannaeyjar.

Þetta er lítil eyja við utan við aðeins stærri eyju með mjög lítinn hluta þjóðarinnar. Man eftir umræðum mínum um flugsamgöngur á Íslandi við fólk búsett í Þýskalandi, þau áttu ekki til orð yfir því að það væru nokkur flug á dag frá höfuðborginni til bæjar þar sem 16.000 manns búa…hvað þá reglulegt flug út í eyju þar sem nokkur hundruð búa og hafa samgöngur á hafi. Man að þau hristu bara hausin og sögðu “You are crazy”.

Kannski voru þau bara að tala beint til mín.

En. Nú hefur það legið í loftinu – bókstaflega – í einhvern tíma að flugsamgöngur til eyja borga sig engan vegin….sem segir mér að enginn er að fljúga þennan legg.

Bæjarstjórnin hefur vitað af því í einhvern tíma að Landsflug ætli að hætta að fljúga til eyja. Hinsvegar keppast þeir nú við að koma í fjölmiðla og krefjast þess, hreinlega krefjast þess að ríkisstjórnin styrki flugsamgöngur til eyja.

Ok, gott og vel, kallið ykkur jaðarbyggð eða kantbyggð og fáið ríkisstyrkt flug en er ekki svolítið seint í rassinn gripinn að væla og gjóla yfir þessu núna.

Ég er nefninlega æstur í að borga undir tómar flugvélar til Vestmannaeyja.

Við, góðir Íslendingar, erum crazy

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *