Krakkar sem vaxa úr grasi til að vera vondir við foreldra sína

Í kvöld voru mótmæli við Kárahnjúkavirkjun undir forystu Ómars Ragnarssonar. Lét mig að sjálfsögðu ekki vanta í þau mótmæli frekar en önnur.

Það hefur varla farið fram hjá nokkrum lesandi manni sem eyðir ekki nema ögn af netvafri sínu í að skoða annað en klám að ég er á móti Kárahnjúkavirkjun.

Ómar er ekkert annað en snillingur. Í fjölda ára hefur hann sýnt okkur fegurð Íslands og þar með orðið ein mest ógn við íslensku ríkisstjórnina, svo að segja.

Það er stórkostlegt að sjá allt þetta hugsandi og framsýna fólk safnast saman og mótmæla, Íslendingar sem þykir vænt um landið sitt.

Kárahnjúkar protest

Þessi steypuklumpur sem kallast virkjun skal ekki vera annað en minnisvarði um heimsku ríkisstjórnarinnar.

Þó ég hafi ekki hlekkjað mig við stórvinnuvélar á Kárahnjúkasvæðinu get ég sagt börnum og barnabörnum mínum að ég hafi sýnt það í verki að þetta eru ein stærstu mistök okkar kynslóðar.

2 thoughts on “Krakkar sem vaxa úr grasi til að vera vondir við foreldra sína

  1. Drengur

    Viltu þá ekki bara að fólk safni ull af girðingum og borði sand og allir búi í 101!!!? Svona menn eins og þú vita ekki um hvað alræðiskommúnis… ehhh… lýðræði snýst!!!

    Reply
  2. Drengur

    Nú eru þeir byrjaðir að fylla í helvítið… spurning um að fara austur með þrjá pakka af Always Ultra

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *