Nú, þetta er bloggfærsla

Ég veit hvernig við getum leyst vandamálið með plássleysi í fangelsum landsins.

Setjum alla fanga á þing. Af hverju stoppa þar. Setjum alla fyrrverandi fanga líka á þing, það er útsala á uppreisn æru.

Ég veit líka hvernig við getum rýmkað til á elli- og hjúkrunarheimilum landsins, í staðin fyrir að byggja ný.

Seljum allt gamla fólkið okkar sem áhættuleikara í bíómyndum. Það eru allir hvort sem er orðnir ónæmir fyrir óhugnaði ýmiskonar í bíómyndum því við vitum jú öll að þetta er feik, smá ketsjúp og tölvugrafík.

En hvað ef.

Hvað ef við látum gamalt fólk í bíómyndir og leyfum því að upplifa dauðdaga að eigin ósk. Einhver hörgamall karl á elliheimili að bíða eftir dauðanum, af hverju ekki leyfa honum að fara fram af bjargsbrún í brennandi Skoda eftir æsilegan eltingaleik við lögreglu og allt tekið á filmu. Get ábyrgst að það skelkar áhorfendur meira en að sjá afsagaða útlimi sprikklandi á gólfinu.

Aðeins kominn út fyrir efnið hérna.

Ætlaði að blogga um þrá fólks til að benda á augljósa hluti. Það er margt sem fer í pirrurnar á mér og þetta er eitt af því.

“Neisko, það er röð hérna.”

“Naunau, bara kaka.”

Ég er ekki að tala um eitthvað sem gefur fólki tækifæri á að hafa skoðun á, eins og t.d. að eitthvað sé fallegt eða líti út eins og afturendinn á feitri hryssu í rigningu.

Heldur hluti sem eru eins augljósir og að sólin skín.

Eins með spurningar um augljósa hluti, sem gefa þó oftast tilefni til hnyttins tilsvars.

Dæmi um það er þegar ég stóð í lúgunni á Bæjarins Bestu í gær og var spurður að því af vini mínum hvort ég ætlaði að fá mér pylsu. Ég veit ekki hvað í gervallri veröldinni ég gæti verið að gera annað standandi í lúgunni á Bæjarins Bestu en að kaupa mér pylsu, en ég gat svarað því til að ég hafi ákveðið að gefa pylsumanninum allt mitt lausafjár.

Segi þetta gott í bili, en að lokum vil ég benda á að hér aldeilis fyrir neðan er ljósmynd.

A hurt tree

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *