Uppvask

Í gærmorgun var ég vakinn með símtali og sms þar sem mér var tjáð að verið væri að bóka flug til London í byrjun Október. Það þótti mér ekki leiðinlegt og ærin ástæða til að snúa sér á hina hliðina og halda áfram að sofa. London í næsta mánuði ásamt flokki af töffurum frá Noregi.

Held mig hafi verið að dreyma eitthvað í líkingu við þetta:
Pathway
Nema það vantar allt nakta kvenfólkið.

Síðar um daginn fékk ég tölvupóst með staðfestingu á bókun í skíðaferð í frönsku ölpunum í byrjun mars á næsta ári. Þar verð ég og nokkrir Íslendingar ásamt hópi af svaðalegum Svíum.

Ég er sennilega ekki einn um það að finnast leiðinlegt að vaska upp. Stundum fer lengri tíma í það að pirra sig yfir uppvaskinu heldur en sjálfur tíminn sem fer í það að vaska upp.

Þetta gaf mér hugmyndina að þessari mynd:
Doing the dishes
Klikkið á myndina til að fá nánari lýsingu á erfiðleikum þess að vaska upp.

Sennilega má ég þakka fyrir það að uppvaskið er það helsta sem fer í pirrurnar á mér í dag.

One thought on “Uppvask

  1. f.willy

    grúví myndir.

    Ég veit ekki til þess að þú sért þekktur fyrir leikni þína á skíðum, eigum við ekki að taka einn hring í kjarnaskógi e-tíman í vetur til að hita þig upp?

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *