Borgar þú afnotagjöldin?

Pólitíkin í Svíþjóð er að ná nýjum hæðum. Tveir ráðherrar búnir að kúka upp á mitt bak og segja af sér vegna þess að þeir borguðu ekki afnotagjöldin og borguðu barnapíum sínum undir borðið.

Hugsa með sér.

Þvílíkur glæpur. Annar glæpur sem nýja ríkisstjórnin ætlar sér að fremja er að byrja rukka inná söfn ýmiskonar, en í dag er frítt á öll söfn. Þau halda greinilega að menning sé ekki fyrir alla.

Nú þykir mér kjörið tækifæri að Gallup geri könnun á því hvort allir okkar þingmenn borgi afnotagjöldin.

Reyndar myndi það ekki skipta nokkru einasta andskotans máli þó við vissum að allir okkar ráðherrar borgi ekki afnotagjöldin, eða svíki undan skatti. Ráðherra á Íslandi gæti stundað skipalagða glæpastarfsemi meðan hann sæti í ráðherrastól.

Annars verð ég að passa mig á því hvað ég segi. Ég er nefninlega viss um að síminn minn er hleraður.

Æi fokkit.

Var að fara aðeins í gegnum þær 2 milljón mynda sem ég hef tekið á síðasta ári.

Bóðir minn og guðsonur, man ekki til þess að hafa póstað þeim hingað áður.

Father and Son

Father and Son

Svo er hér ein frá því ég var í Prag í Nóvember síðastliðin.
A Church

Skemmtilegast að skoða hana stóra á svörtum bakgrunni, myndi ég halda.

4 thoughts on “Borgar þú afnotagjöldin?

 1. f.willy

  Ég var búinn að skrifa hérna einhverjar hjartnæmar endurminningar um skort á sænskum afnotagjaldagreiðslum, en ákvað að það væri bara efni í krapp í staðinn. Vonandi er þér sama.

  Reply
 2. robbik

  Mér er sama, bendi fólk bara á að lesa krappið.

  Þetta voru good times þegar fréttirnar af rukkunarfólkinu frá Kiruna fóru eins og eldur um sinu á ICQ og engin manneskja á kampus kom til dyra af ótta við að vera gripinn með ZTV í botni.

  Reply
 3. Tryggvi Már

  En af hverju kúkuðu þeir á þitt bak? Borgaðir þú ekki þín gjöld?

  Reply
 4. robbik

  Nei ég borgaði aldrei nokkurn tíman afnotagjöld í Svíþjóð, vissi að það myndi koma og bíta mig í rassinn einn daginn.

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *