Fegurð fyrir fituprósentu

Það byrjaði heilsuátak í vinnunni í gær. Það er einnig yfirstandandi mottukeppni í vinnunni.

Ég taldi mig vera sigurstranglegan í báðum greinum. Taldi, í þátíð. Í fyrsta lagi er ég alltaf með “nokkurra-daga-skegg” og ekki mikið mál fyrir mig að eyða einum eftirmiðdegi að safna í hormottu, en í miðri keppni var úrslitadagsetningunni breytt þannig að ég verð ekki á landinu.

Fyndið að sumir virðast vera taka eftir því í fyrsta skiptið að ég sé með skegg í sambandi við þessa keppni – “Nei nei, ég er alltaf með skegg! Ég er alltaf viðurstyggilegur og rónalegur.”

Heilsuátakið ætlar ekki að byrja vel þar sem ég er að fara í 5 daga svaðilför ásamt 4 ölþyrstum mathákum til London á morgun.

Fór í fitumælingu í gær.

Ég er feitur. Akfeitur. Eins og þeir sem þekkja mig í sjón kannast við.

Ég er meira segja svo feitur að ef ég legg saman fituna og fitulausa massann fæ ég út kílóatölu sem er hærri en mín eigin þyngd.

SVVOOO feitur er ég.

A Bear with an Attitude

Sit á mínum stóra hvíta rassi með tunguna úti því ég hef ekki orku til að halda henni inni í munnholinu.

Nú hef ég viðmið, sem mér þykir álíka vísindalegt og gasið sem ég blæs útum endaþarminn á mér, en allavegana við til að miða við.

En fyrst. Á morgun. Á morgun er það fat and loathing in London.

. . .baby!!

7 thoughts on “Fegurð fyrir fituprósentu

 1. Drengur

  Góða ferð.

  Sjálfur mældi ég einusinni fituprósentuna mína. Ég fór bara í baklás og afneitun og þóttist ekki hafa trú á fitu-voodo-mælingum.

  Spurning hvort þú takir ekki þátt í Tom Selleck Competition?

  Reply
 2. Tryggvi

  Einu sinni var ég 25% fita. Það heitir að vera kvarthlunkur. Ert þú svoleiðis?

  Reply
 3. robbik

  Tek Londonútgáfuna af Tom Selleck á þetta, hvernig svosum hún lítur út. Hlýt að geta sent inn mynd í keppnina.

  Næ nú ekki að vera kvarthlunkur. Er samt með fituprósentutölu með tveim aukastöfum þó ég hafi stigið fimm sinnum á viktina sem sýndi aldrei sömu niðurstöðu!

  Reply
 4. Stebbi

  Þetta fituhjal getur nú verið frekar ruglingslegt. Ég er rétt lafandi í 100 kílóum og tæp 10 % af því munu vera mör. Það þýðir á íslensku að á hverjum degi er ég að íþyngja sjálfum mér með 10 kílóum af óþarfa hlassi. OK, jafngildir það ekki því að vera á fullu allan daginn með lóð um sig allan ? Er ég ekki að gera góða hluti í líkamsræktinni bara með því að vera ég ?
  Maður spyr sig.

  Reply
 5. hadda

  Skemmtilegt, ég var einmitt í partýi með Tom Selleck í minni þar þar síðustu ferð til London…
  svo ertu ekkert feitur….

  Reply
 6. f.willy

  Mér finnast allar svona mottukeppnir kränkande fyrir alvöru karlmenn eins og mig sem viðhöldum ævinlega a.m.k. 50% meiri skeggvexti á efri vör en í vöngum. Allt árið um hring, óháð veðurfari, tískubylgjum og Tom Sellekk-keppnum.

  Reply
 7. ?

  Ég verð nú að segja það Róbert að ég hef nú séð þig nakinn og sá ekki bera á mikilli fitu……
  Svo ertu bara fjallmyndarlegur með skegg og ekkert fleira um það að segja;,)

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *