Hreinlæti kvikmyndaáhugamanna

Í gærkveldi um 22:00 leytið gerði ég eitthvað sem ég hef ekki gert í langan tíma á laugardagskvöldi.

Ég fór út á vídjóleigu.

Mannskapurinn sem var staddur með mér á myndbandaleigunni vakti bæði furðu mína og athygli. Þarna var samankominn hópur af fólki á tvítugsaldri (fyrir utan eina fertuga konu) sem allt átti það sameiginlegt að vera illa til haft og skítugt. Haugdrullugar gallabuxur eða joggingallar mettir með matarleyfum síðustu vikna, hárið óþvegið og tennurnar sennilega burstaðar með lúfttannbursta.

Sumt af þessu fólki virðist líka geta horft á bíómyndir á margföldum hraða því magnið af DVD diskum dugir öðrum í nokkur kvöld.

Kann þetta fólk ekki á þvottavélar og sturtuhausa?

Talandi um hreinlæti. Munið þið eftir pirring mínum út í fólk sem heldur að iPod Nano skemmileggist um leið og hann er tekinn úr umbúðunum.

Hefði átt að monta mig aðeins meira yfir því hversu vel ég fer með eigur mínar, ég get nefninlega fullvissað ykkur um að iPod þolir ekki eina netta umferð í þvottavél á 30°.

Fleiri myndir frá London.

Ebony and Ivory
Ebony and Ivory.

Buckingham Palace
Buckingham Palace.

Making a Bargain
Balli og Sibbi athyglir á einhverjum skítamarkaði.

Alveg er það líka týpískt að helgin sem ég ákveð að gera margt uppbyggilegt þá sé þetta líka skítaveður. Bíð enn eftir veðrinu til að taka göngutúr um miðbæinn með nýju Holgu myndavélina mína….

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *