Hvala hvað!

Alveg er það magnað að hlusta á Krisján Loftsson, framkvæmdastjóra Hvals hf., og hvað hann er hlessa yfir þessu hvalveiðahandapati.

Hann er svo skemmtilega gáttaður á því hvað fólk er að gala yfir hvalveiður og áhrifum þeirra á túrismann.

Skil hann svosum alveg, hvað getur verið svona hættulegt að veiða nokkra skitna hvali.

Ég er alveg með lausnina á þeirri frásinnu að þetta fæli túrista frá.

Í fyrsta lagi er hægt að skipuleggja þetta þannig að hvalaskoðunarferðir eru ekki á nákvæmlega sama punkti og hvalveiðarnar – Atlantshaf er jú engin smá pollur. Þar geta guðshræddir túristar tekið myndir af mettum og sætum hvölum leika sér.

Svo er hægt að hafa öðruvísi hvalaskoðun, hvalaskoðun með ögn spennandi endi. Sú hvalaskoðun yrði fyrir blóðþyrsta bavíana sem myndu sigla á eftir hvalveiðiskipunum og taka myndir af því þegar það skýtur nokkurra tonna járnspjóti í grandalausan hvalinn. Ég er þess fullviss að það er fullt af fólki sem væri til í að borga fyrir það.

Málið leyst, hættiði þessu væli.

One thought on “Hvala hvað!

  1. Drengur

    Ég hef af því spurninr að slíkur túrismi sé nú stundaður víða um heim með allskyns dráp á allskyns skepnum. Þannig að þetta væri svosum ekkert nýtt.

    En hvalkjötið vil ég síður missa enda um lostæti að ræða. En ég er efins um að íslendingar geti nokkurntíman lært að meta það, frekar en nautakjöt.

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *