Hvalatíska

Í síðustu færslu gaf ég það í skyn að ég væri hlynntur hvalveiðum, svo framarlega sem það stofni ekki ferðamannastraumnum í hættu. Ég er nefninlega þess sinnis að við eigum að reyna hafa eins mikinn pening af útlendingum og við getum án þess að beinlínis ræna þá.

Það er hinsvegar algjörlega siðlaust að veiða tegundir í útrýmingarhættu en það fer nú tvennum sögum af því.

Þannig að ég stend enn við stuðning minn við hvalveiðar með fyrirvara um snaggaralegar breytingar.

Sumir nota þau rök að hvalir séu ekki fiskar. Og hvað með það? Hreindýr eru heldur ekki fiskar og við étum þau. Það eru allir þorskar fiskar en ekki allir fiskar þorskar!

Hinsvegar finnst mér bjánalegt að engin virðist hafa áhuga á því að éta þessa blessuðu hvali sem við drögum hér á land. Japanir eiga nóg afgangs og kjötið er ekki nægilega gott fyrir okkur Íslendinga.

Af hverju í andskotanum erum við þá að þessu?

Við Íslendingar erum líka með frábæra tímasetningu á þessu öllu, eins og okkur einum er lagið. Hvenær er betri tími til að “gefa alþjóðasamfélaginu fingurinn” en þegar landið er nýorðið herlaust.

Nú, herinn farinn. Hvað getum við gert til að styggja ALLA.

3 thoughts on “Hvalatíska

 1. Drengur

  “Hinsvegar finnst mér bjánalegt að engin virðist hafa áhuga á því að éta þessa blessuðu hvali sem við drögum hér á land. Japanir eiga nóg afgangs og kjötið er ekki nægilega gott fyrir okkur Íslendinga.”

  Þetta er ekki satt og hlýtur að flokkast með áróðri úr annari áttinni. Staðreyndin er sú að það kjöt sem á annaðborð er selt á innanlandsmarkaði er lostæti og klárlega betra miðað við kílóverð en flest annað sem hér er að finna fyrir.

  Hafandi eldað hvalkjöt í fyrirtækismötuneyti oní matvanda tölvunarfræðinga (matvandasta fólk í heimi, símadömurnar og rafvirkjarnir og allt það borðuðu allt en ekki tölvunarfræðingarnir) þá get ég fullyrt að hvalkjöt er eingöngu vont ef þú veist að það er hvalkjöt. (ofeldun er reyndar algengasta villan sem men framkvæma)

  En þá er ég að tala um hrefnukjöt. Þessar gömlu sjálfdauðu reiðar eru svo aftur annað mál.

  Reply
 2. f.willy

  Það er líka gaman að lesa komment í fréttum frá hvalveiðimönnunum sem segja að þeir verði heppnir að þeir sjái nokkurn hval af því að það er svo langt liðið á haustið og flestir hvalir flognir til heitari landa eða það sé ekki nóg birta til að sjá þá sem eru ennþá eftir. Las líka einhversstaðar kenningu um að tímasetningin væri sniðin að því að hjálpa sjávarútvegsráðherranum í prófkjörsslagnum. Frekar mikil skítalykt af því.

  Reply
 3. robbik

  Við tölvunarfræðingar erum bæði matvandir og félagslega fælnir, enda getur áhugaverður algrímur ásamt pizzu og kókdós haldið okkur jafn uppteknum og smábarni fyrir framan Teletubbies.

  Hef þessar fréttir af því að engin vilji þetta kjöt beint af RÚV, og ekki fer RÚV að ljúga að okkur!

  Ég er þess fullviss að eftir nokkrar vikur verða fyrirtækjamötuneyti landsins að lauma hvalkjöti í réttina, lasagna með hvalkjöti, hvalkjötsgúllas og annað viðurstyggilegt.

  Það að þetta sé pólitískt útspil fyrir prófkjör er obboslega dirty move og þó ég hafi litla trú á ríkisstjörninni þá trúi ég því ekki að ráðherrar leggist svo lágt að þetta geti verið staðreynd.

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *