Fyrirsagnahöfundur óskast

Ég tók stykkprufu á nokkrum dyggum lesendum síðunnar og komst að því að allir gáfust upp á því að lesa söguna um suður-afríska leigubílstjórann Togetherness. Ykkar missir, en færslan er enn á sínum stað ef þið getið séð af 6 mínútum.

Þessa dagana er ég staddur 59 20 N, 18 03 E – nánar tiltekið höfuðborg Svíþjóðar.

Þegar ég pakkaði mínum helstu klæðum og viðbótarbúnaði síðastliðið sunnudagskvöld tók ég mjög meðvitaða ákvörðun að taka ekki sjampó með. Ástæðan er einfaldlega sú að ég gisti á hóteli, hóteli sem gefur sig út fyrir að standa undir fjórum stjörnum. Í einhverjum úrsúrum heimi gæti þetta hótel kannski fengið fjórar stjörnur en það eitt að ekki sé sjampó á baðherberginu minnkar stjörnurnar um hálfan helming.

Þessi hálfur helmingur af stjörnum bættist samt aftur við í gærkveldi þegar live jazz band var að spila í móttökunni. Við lifum vissulega í úrsúrum heimi.

Í gær skall á með skyndilegri hálku sem lamaði allar samgöngur borgarinnar. Allir strætóar voru aflýstir og bílar mjökuðust rólega áfram af einskærri tryggð við pirring bílstjóranna. Í dag má svo lesa í vefrænum fjölmiðlum landsins hvar þúsundir sátu fastir í bifreiðum sínum og fyrirsagnir eins og ”Folk bajsar på vägen” virðast í fljótu bragði fullkomlega eðlilegar.

Skyldi þetta vera hundaskítur undir skónum mínum?

3 thoughts on “Fyrirsagnahöfundur óskast

  1. robbik

    Góð spurning, þetta er náttúrulega hræðilega illa orðuð setning hjá mér.

    Hvað gerir maður við strætó? Ekki leggur maður strætó af, eða niður. Kannski hægt að hætta við strætó, nú eða setja strætó á ís – í bókstaflegri merkingu.

    Ekki nota ég strætó!

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *