Julefrokost

Í kvöld er ég að fara á svokallað Julefrokost. Nú telst ég seint vera kandídat fyrir sendiherrastöðu í Danaveldi en ég hélt að frokost þýddi morgunverður.

Látum það samt liggja milli hluta.

Ein af kvöðum jólamorgunverðsins í kvöld er að ég þarf að mæta með jólaborðskreytingu. Skreytingu sem ég hef búið til sjálfur og lýsir mér sem persónu.

Sko. Þó ég sé ágætlega hugmyndafrjór þá get ég ekki fangað persónu mína í einni borðskreytingu – og skiptir þá engum togum hvort hún sé jóla eða ekki.

Nema.

Hvað ef ég kaupi rauðan silkiborða, svona tommu á breidd og 40 cm á lengd. Þennan borða nota ég svo til að binda snyrtilega slaufu utan um djásnin mín.

Þá, einungis með silkiborða, er ég kominn með tvær jólakúlur og jólaskaft. Þegar fólk spyr mig hvar jólaborðskrautið mitt sé get ég slengt jólakúlupokanum mínum á matarborðið.

Síðar um kvöldið þegar verður tilkynnt að ég vinni ekki til verðlauna fyrir jólaborðskreytingu í ár get ég sýnt þeim jólastjörnuna mína.

5 thoughts on “Julefrokost

 1. Flóki

  Það er ekki einnn einasti veikur blettur í þessu plani, þú færð allan minn stuðning í þessu. Farðu bara á Guðs vegum Róbert minn

  Reply
 2. f.willy

  ég veit af góðri reynslu að það er hægt að fá allskyns fallega borða með blúndum og alles í AB-búðinni. Vonandi hefurðu látið foreldra þína fed-exa nokkur sömpl til þín.

  Reply
 3. Tryggvi

  Sammála með AB-búðina. Það fullkomnar skreytinguna ef þú segir fólki að borðarnir séu frá mömmu. Verður eitthvað svo einlægt þannig.

  Reply
 4. f.willy

  Þar sem ég sá þetta í “gamalt og gott” þá vona ég sannarlega að þú hafir tekið “rípræs” á þessa skreytingu á þessa árs julefrukost.

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *