Hó tel

Fyrir nokkrum vikum síðan gisti ég á hóteli þar sem hver hæð var innréttuð af mismunandi hönnuðum. Engin herbergi voru eins og hæðir voru með mismunandi einkenni hönnuðarins.

Herbergið mitt einkenndist aðallega af óeðlilega löngu borði og stól sem var gerður til að sitja ekki í. Það var enginn mini-bar sem mig grunar að hafi skotið skökku við hugmyndir hönnuðarins. Inn á baðherberginu var upptakari hengdur uppá vegg, sennilega til að opna flöskurnar sem voru ekki í mini-barnum.

Undir hvaða kringumstæðum þarf að opna flösku inná baðherbergi. Situr einhver á klósettinu og er að niðurhala þegar hann finnur ódauðlega löngun í bjórinn sem hann er með óopnaðann í vasanum á flauels buxunum sínum.

Á herberginu sem ég er í þessa vikuna er rúmið inní litlu skoti. Við fætur mér er veggur baðherbergisins, við höfuð mér er útveggurinn, hægra megin er veggur og vinstra megin eru hinir tveir fermetrarnir. Ef ég ligg á bakinu í rúminu og lít til hægri er ég í beinni sjónlínu við rafmangsinnstungu sem er ekki meir en 20 cm frá mér.

Hverju á ég að stinga í samband þarna.

Þessi innstunga er náttúrulega uppálögð til að reka puttana í meðan ég sef. Gæti jafnvel keypt mér hárspennu þannig að ef ég ætti í vandræðum með að vakna á morgnanna gæti ég sett hárspennuna á milli tannanna á mér og rekið síðan djúpt í innstunguna.

Undarlegt.

5 thoughts on “Hó tel

 1. Drengur

  En fúnksjónalismi er ekki nógu skemmtilegur. Hver hefur t.d. gaman að sjö hæða blokk í neðra-breiðholti?

  Reply
 2. Allý

  Ohh ég elska Breiðholtið. Breiðholtið er eina íbúðahverfið í Reykjavík sem var allt frá upphafi skipulagt sem slíkt með þarfir íbúa og þá ekki síst barna í huga.
  Þvílík brjálæðisleg snilldar uppsetning á einu hverfi.
  Sorglegt hvað það þurfti mikið af Borderline einstaklingum að flytja þangað.

  Reply
 3. robbik

  Ekki svona hörundsár….hönnunarhótelið er í Stokkhólmi.

  Vissir þú samt að áður en norskir karlmenn fara í vinnuna á morgnanna slá þeir á rassinn á konunni sinni. Svo þegar þeir koma aftur heim úr vinnu dillar rassinn á þeim ennþá.
  Þetta er ekki vegna þess að konurnar séu svona feitur heldur eru karlarnir svona stutt í vinnunni 🙂

  Reply
 4. Jói

  Norðmenn eru heldur ekki haldnir þeirri áráttu að kyssa alla sem þeir hafa ekki hitt lengi, heldur gefa þeir “klem” sem er einhvers konar knús. Ég hinsvegar hélt uppi íslenskum sið síðastliðið sumar og kyssti villt og galið. Hætti því reyndar fljótlega eftir að ég fattaði þetta!

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *