Oslóið

Ég er staðsettur í Osló þessa vikuna. Hef aldrei komið til Osló áður fyrir utan eitt skiptið sem ég neyddist til að millilenda hérna á leiðinni til Stokkhólms fyrir nokkrum árum . . . þá var ég í samfloti með félaga mínum sem setti nýjan standard í háloftatimburmönnum.

Þegar við lentum hérna um hádegisbilið á mánudaginn bauð flugfreyjan okkur velkomin til Osló og bað okkur um að stilla klukkuna á staðartíma, sem væri einum tíma og tíu árum á eftir.

Ég fylltist óeðlilega miklu þjóðarstolti í gær þegar ég skrapp í sjoppu og rak augun í Freyju Draum og Freyju Rís súkkulaði. Skiptir engu máli þó ég sé staddur hérna til að vinna fyrir eitt af útrásarfyrirtækjum okkar Íslendinga – að sjá íslenskt súkkulaði í hillum hérna fékk mig til að æpa yfir mig og benda eins og spikfeitur krakki í sykurþörf.

Ég þykist vita um einhverja sem gæfi mikið fyrir að hafa séð svona gourmet súkkulaði í dönskum sjoppuhillum á sínum tíma…

Heja Norge!

7 thoughts on “Oslóið

 1. Raggi

  Að halda því fram að ég hafi verið timbraður í þessu margfræga flugi hérna um árið er helber vitleysa……Ég var ennþá fullur!

  Reply
 2. Begga

  ég fyllist afbrýðisemi úti Oslobúa….það sem ég hef þjáðs sökum íslensks súkkúlaðileysis……..

  Reply
 3. Drengur

  Skipti sem maður óskaði sér þess að maður gæti fengið íslenskt nammi í Svíþjóð: 100.000
  Skipti sem maður fékk sent íslenskt nammi til Svíþjóðar: 2
  Skipti sem maður hefur keypt sér íslenskt nammi á íslandi (þ.e.a.s. svona súkkulaði): 0

  Reply
 4. Sreynir

  Skipti sem ég hef komið til Noregs: sjá.3ja lið í upptlaningu síðasta comments.

  Reply
 5. robbik

  Já ég fer að láta sjá mig í Elverum. Er það nokkuð þar sem gengin eru með hríðskotabyssur?

  Reply
 6. f.willy

  hey… ég var nú staddur í þessu flugi líka, reyndar var ég ekki eins blekaður og Raggi þannig að ég átti nú varla skilið að vera nefndur til sögunnar.

  Man hvað það var kósí að sitja í aftursæti jepplingsins sem skutlaði okkur út á völl og slappa af með fyllerísröflið í Ragga úr framsætinu í eyrunum á meðan glitrandi götuljós reykjanessins þutu framhjá… ó ðe memmórís.

  Annars yndisleg færsla, og góður punktur hjá Dreng.

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *