Robbi skrifar í vefblók

Við hlógum okkur nánast máttlaus þegar við lásum sjónvarpsdagskrá RÚV um daginn. Þar kom fram að kvikmynd kvöldsins væri ‘Wilbur gælir við sjálfsmorð’.
Ekki að sjálfsmorð sé fyndið, heldur er fyrri hluti titilsins (og nafnið sérstaklega), ‘Wilbur gælir við’, svo barnslega saklaus miðað við síðasta orðið sem fellur í lok titilsins líkt og fallöxi. Þessi titill er í svipuðum dúr og ‘Simmi fer í sund’ eða ‘Óli fer í skólann’, að undanskildu sjálfu morðinu.

Við horfðum ekki á þessa mynd.

Nú um helgina var svo kvikmyndin ‘Bófahasar’. Mjög lýsandi titill (þýðing). Bófahasar segir álíka mikið um glæpamynd eins og ‘Keilað í klofinu á henni’ segir um klámmynd.

Setjum smá metnað í að yfirfæra kvikmyndatitla á íslensku.

One thought on “Robbi skrifar í vefblók

  1. Drengur

    Ef þeir snillingar sem þýddu Ástrík, Tinna, Strumpana osfrv yrðu settir í þetta nægði manni að lesa sjónvarpsdagskránna til að fá afþreyingarþörfum sínum fullnægt.

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *