Dagur Öskunnar

Að mínu mati er helsti kostur þess að vera í vinnu sem gerir mann kleift að vera tímabundið utanlands sú að losna við allar þessar aulalegu umræður sem eiga sér stað á Íslandi.

Klám getur verið fallegt. Ef þú myndir sýna mér mynd af naktri konu, sem jafnvel glennir sig svo gleitt að ég get séð í heilann á henni, þá myndi ég ekki öskra “Guð, Guð, GUÐ minn góður feldu þetta!”.
Ætli þið að segja mér að vort háa Alþingi hafi ekkert þarfara með tímann að gera en að spjalla saman um hóp fólks sem ætlar að koma hingað til lands, eyða pening og mynda tengsl sín á milli til að styrkja starfsemi sína sem er lögleg í þeirra heimalandi! Þetta kemur Alþingi og þingmönnum ekkert við og það er ekki hægt að bera glæpi á fólk áður en það hefur framið þá.

Þeir þingmenn sem hafa kryddað upp á þessari umræðu til þess eins að reyna fegra sjálfa sig hafa fengið mínus í kladdann minn með sverasta tússpennanum mínum. Reynið nú að tala um eitthvað málefnalegt, greyin mín. Hvar annarsstaðar í heiminum en á Íslandi myndi svona málefni rata inná “lýðræðiskjörið” þing og eyða dýrmætum tíma þar. Skítt með gamla fólkið, það ætlar í alvörunni fólk að hittast hérna sem reka nokkrar af þeim zilljón klámsíðum sem finnast á Internetinu – tölum um það. Bjánar.

En á morgun er öskudagur og þá á maður ekki að láta þingmenn fara í pirrurnar á sér.
V.Á. ætlar að vera nábítur í fjólubláum búningi, sjálfur ætla ég að vera internetdreifingaraðili að klámi, ætla skjótast í bæinn á eftir og finna mér klámbúning.

2 thoughts on “Dagur Öskunnar

  1. Drengur

    Mér fannst ég hafa séð á mbl.is í morgun að klámfólkið væri hætt við að koma til landsins. Hótel Saga ætti að fara í mál við vitleysingana sem fóru offörum í þessu máli.

    Reply
  2. f.willy

    Nákvæmlega sama tilfinning sem ég fæ af því að vera tímabundið í Reykjavík, þá losna ég við umræður á borð við hvort færa eigi Akureyrarvöll, hvort það hefði átt að hafa íþróttahúsið við Síðuskóla breiðara og hvort nýji bæjarstjórinn klæði sig eins og kerling eður ei.

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *