Guð ég finn ekki einu sinni upp á titli

Það gerist oftar en ekki undir ólíklegustu aðstæðum eins og þegar ég er að labba, snæða eða fræsa, að mér detti óborganlega fyndin bloggfærsla í hug. Ég byrja að raða orðunum upp í huganum líkt og pússluspili.

Einhverjum óskilgreindum stundum síðar skrái ég mig inn á robbik.net til að hripa niður þessar hugrenningar en stend sjálfan mig í því að stara á litlu blikkandi lóðréttu stikuna sem er alltaf skrefi á undan þessum skrifuðu bókstöfum. Ég og ritstífla eigum í nánu sambandi þessa dagana.

Kannski hefur öll mín orka undanfarið eyðst upp við að skrifa tölvukóða sem þegar til lengri tíma litið geti ekki flokkast undir tímabundið heilafret.

Get samt varpað fram einni spurningu sem ég vona að Heilgómur geti svarað. Af hverju eru tveir rauðir karlar og einn grænn karl á öllum gönguljósum í Osló?
Í staðinn fyrir að vera með einn rauðan og einn grænan karl fyrir ofan hvorn annan eru þeir rauðu tveir. Þessir þrír félagar raða sér svo upp fyrir ofan hvorn annan með þann græna neðst. Er verið að leggja ofuráherslu á að þér sé ekki ætlað að ganga yfir götuna með tveim skínandi rauðum körlum eða voru gerð mistök í pöntun á götuljósakörlum og tvisvar sinnum fleiri rauðir karlar keyptir en grænir.

Maður veltir því fyrir sér.

One thought on “Guð ég finn ekki einu sinni upp á titli

  1. Jói

    erm….ég hef eiginlega ekki hugmynd. Hefurðu samt tekið eftir því að rammar utan um öll umferðarskilti eru hvítir, en ekki gulir. Ótrúlegt.

    Reply

Leave a Reply to Jói Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *