Hvar er Robbi?

Er staddur í Leifsstöð. Gott ef ég var ekki einnig hérna fyrir 48 klukkustundum síðan. Nú er það þriðja stórborgin á jafnmörgum vikum.

Ég velti því oft fyrir mér hvað fólk sé að bralla sem er kallað upp í flugstöðvum og vinsamlegast beðið um að drulla sér að ákveðnu hliði. Er þetta lið að dunda sér við útsaum og gleymir sér. Er það svona drukkið. Eða fékk það allskyndilega herfilega magakveisu og situr sem límt við klósettið. Gaf það kannski upp öndina.
Í þessum skrifuðu orðum var einmitt verið að kalla upp síðasta farþega til Lundúna. Ekki nóg með það hversu hallærislegt það er að láta kalla sig svona upp þá heitir þessi farþegi LEIFUR EIRÍKSSON.

Ef þú getur ekki hundskast út í flugvél réttum tíma á flugvelli sem heitir það sama og þú, þá finnst mér eiginlega aðdáunarvert að þú hafir fundið flugvöllinn yfir höfuð!

One thought on “Hvar er Robbi?

  1. SigRey

    Ætli þessi Leifur Eiríksson geti þá nokkuð “fundið Ameríku” á korti heldur…

    Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *