Stiklur

Ég verð að stikla á stóru. Við eigum pantað borð á Chao Chao eftir 20 mín.

Við fórum á austurlenskan stað í hádeginu í gær sem bíður uppá buffé og kallar sig því frumlega nafni Bamboo Palace. Með okkur í för var svertingi sem í annarri ferð sinni var hafnað um meiri mat á þeirri forsendu að hann hefði nú þegar farið 8 sinnum. Skipti engu máli þótt hann útskýrði kurteisislega að á þeim tíma sem hann hefði verið inni á staðnum væri líkamlega ómögulegt fyrir nokkurn mann að fara átta ferðir – sama hvernig hann er á litinn.

Nú er ég staddur í Stokkhólmi, en Osló og Stokkhólmur eiga það eitt sameiginlegt að kaffivélarnar á skrifstofunum bera gróða fyrirtækisins ekki merki. Þess má geta að ég og koffín erum vinir og ég þarf alltaf að stilla allar kaffivélar á sterkustu stillingu. Í Osló er það tilfallandi hvort þú fáir einungis heitt vatn eða hvort kaffi fylgi í raun með. Hér í Stokkhólmi er “Liten och stark” of kaldur en styrkleikinn fínn – venjulegur kaffi er hinsvegar of daufur og of heitur.

Öhm, 12 mínútur eftir.

Enda á því að nefna að eins og allir ættu að vita er alþjóðlegi Pí dagurinn í dag. Ætla halda upp á hann með að biðja um pizzuna mína á Chao Chao skorna í Pí.

5 thoughts on “Stiklur

 1. f.willy

  hét ekki annars einhver asískur staður í skaufabæ líka eitthvað palace? eða er ég að rugla.

  Reply
 2. robbik

  Staðurinn heitir víst Ciao Ciao, svona ef þið eruð einhverntíman stödd í Stokkhólmi og langar í pizzu. Ég myndi skjóta á að þeir hafi náð að skera flatbökuna með allt að þrettán aukastöfum!

  Mig grunar að það séu ansi margir austurlenskir staðir sem hafi Palace sem seinna orð í nafninu 😛

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *