Sýndarveruleiki

Íþróttaafrek mín ætla engan enda að taka í bakpokalandinu Noregi. Eitt kvöldið voru taktar Björn Borg leiknir í nokkrum sveittum tennislotum. Annað kvöldið fórum við í sýndarkeilu.

Sýndarkeila er alveg nákvæmlega jafn hallærisleg og hún hljómar. Þú ert í keiluskóm, með alvöru keilukúlu. Brautin samanstendur hinsvegar af 3 metra braut sem endar á skjá sem sýnir keilurnar. Þetta gerir það að verkum að það er jafn auðvelt að reyna miða gáfulega eins og að hitta blað sem stendur á rönd þvert yfir fótboltavöll með tannstöngli. Ekki hjálpaði til að tónlist með Bonny Tyler og Meat Loaf menguðu eyrun meðan diskóljósin blinduðu.

Mig langar ekki að hlusta á Total Eclipse of the Heart þegar ég er að drekka bjór og spila keilu, eða aðra tónlist frá níunda áratuginum.

Eftir keilu var gott pool session tekið. Þar var tónlist að mestu leyti frá tíunda áratuginum og af mun skárri toga, en frekar óathyglisverður þáttur á National Geographic var sýndur á öllum skjám. Pínu moodkiller en slapp til.

Íbúar Noregs eru farnir að venjast. Þó ýmislegt sem stingur í stúf. Til dæmis pantaði einn félagi minn sér tvöfaldan vodka í kók á barnum. Hann fékk einfaldan vodka í kók og svo eitt staup af vodka með þeim skilaboðum að það væri bannað að selja tvöfalda drykki. Hvað getur maður gert annað í þeirri stöðu en að yppa öxlum kæruleysislega, hella staupinu í einfaldan-vodka-í-kók glasið og blikka barþjónin meðan fyrsti sopinn er tekinn!

Tekknóklúbbur í útnára Osló fékk okkur samt til að gleyma þessu öllu. Get því miður ekki tímasett tónlistina sem var spiluð á þeim stað. Né staðsett staðinn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *