Tennis. I say.

Ég fór ekki í LaCoste búðina á Aker brygge til að kaupa mér bleikan póló bol og hvíta bómullarpeysu í gær.

En ég fór hinsvegar í tennis.

Við höfum fundið tennishöll sem býður uppá fína velli og lélegar sturtur á ágætis verði. Þegar menn eins og við ákveðum að fara í tennis dugir ekkert annað en að hafa fyrrverandi atvinnumann með okkur. Það hafa sennilega rifjast upp gamlar minningar hjá Per frá því hann þjálfaði norska kvennalandslið unglinga í tennis þegar hann tók upp spaðann á móti okkur.

Við rokkuðum. Í næstu viku verður svo rokkað feitar.

Eftir alla þessa brennslu sem átti sér stað í formi tennis ákváðum við að skella okkur á Fridays og fá okkur bjór, vegna þess að við viljum ekki verða of grannir. Auk þess kostaði stór bjór aðeins 82,- norskar krónur!!

Huh!

4 thoughts on “Tennis. I say.

 1. Flóki

  82 krónur fyrir bjór!!! Það er náttlega óvopnað rán um hábjartan dag! Þá er nú skárra að kaupa hann bara á hverfispöbbnum í Elverum city, helst á fimmtudögum, þá kostar hann bara 29 krónur!!!!!!!!!

  Reply
 2. Drengur

  Shit! Fórst í tennis og keyptir bjór á þúsara… Ertu kominn á Alfa Romeo?

  Reply
 3. Tryggvi Már

  Veistu hvað anyone for tennis + 1 er? Anytwo five elevenis. Hahahahha. Brjálæðilsega fyndið.

  Reply
 4. robbik

  Við erum alveg komnir á síðasta sjéns að taka bjór í Elverum Flóki! Tökum bara bjór á Vitabar í staðinn.

  Góð hugmynd Drengur, Passatinn minn passar náttúrulega ekki við nýju tennisímynd mína…

  Og Tryggvi – ég hló óþarflega mikið að þessum brandara.

  Reply

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *